Káfaði á grunnskólastúlku og spurði hvort karlmenn hefðu borgað henni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2019 10:26 Lögregla handtók manninn í íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Kolbeinn Tumi Karlmaður á fertugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um brot á stúlku yngri en fimmtán ára. Landsréttur hafnaði kröfu lögreglunnar um að karlmaðurinn sætti einangrun á meðan rannsókn málsins stendur. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun. Karlmaðurinn var handtekinn á laugardaginn á heimili sínu þar sem ungar stúlkur fengu að gista. Stúlkan sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að karlmaðurinn hefði káfað á henni endurtekið undir teppi þar sem hún hefði legið sofandi í sófanum. Hún hefði verið mjög hrædd og liðið illa. Atburðarásin er rakin að einhverju leyti í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Svo virðist sem karlmaðurinn hafi boðið tveimur ungum stúlkum gistingu á heimili sínu sem af lýsingum virðist hafa verið dópgreni.Blóðdropar og sprautunálar Þannig hafi fundist notaðar sprautur og nálar ásamt leifum af ætluðum fíkniefnum á víð og dreif um íbúðina. Meðal annars hafi fundist notuð sprautunál í sófa þar sem stúlkurnar sváfu. Þá voru tveir hnífar á stofuborði auk þess sem haglabyssa fannst í fataskáp. Íbúðin var mjög ósnyrtileg og fundust blóðdropar á gólfi, veggjum, sófa og baðherbergi við vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu. Stúlkan lýsir því að hún hafi vaknað við það að karlmaðurinn settist hjá henni í sófanum og spurði hana hvort karlmenn hefðu einhvern tímann borgað henni. Hún sagðist ekki hafa skilið spurningu mannsins almennilega og farið aftur að sofa. Skömmu síðar hafi hún vaknað aftur við að maðurinn var að káfa á henni undir teppinu. Hafi hann strokið á henni fæturna, lærin og rassinn og hefði hlegið inn á milli. Hann hafi svo staðið upp og komið aftur og haldið áfram að strjúka á henni rassinn og lærin. Stúlkan kvaðst hafa þóst vera sofandi og sagt að þetta hefði staðið yfir í um það bil 20 mínútur.Hringdu eftir aðstoð Stúlkan sagði að hún hefði verið mjög hrædd og liðið illa á meðan á þessu hafi staðið. Þegar maðurinn hafi staðið aftur á fætur hafi hún vakið aðra stúlku sem hafi sofið á móti henni í sófanum. Hún kvaðst þó ekki hafa viljað segja henni hvað gerst hefði en náð að hringja í eftir aðstoð sem hefði borist skömmu síðar. Stúlkan lýsti því að þegar karlmaðurinn sá að væri að fara þá hafi hann beðist innilega afsökunar á því sem hann hefði gert. Karlmaðurinn var handtekinn þegar hann var að yfirgefa íbúðina. Að sögn lögreglu var hann sjáanlega í annarlegu ástandi, sjáöldur hans útþanin og hann talað samhengislaust. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvað hefði gengið á en sagðist hafa verið sofandi í sófanum. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Fram undan séu skýrslur af vitnum á vettvangi sem teknar yrðu í Barnahúsi. Auk þess eigi eftir að rannsaka frekar sönnunargögn sem hald hafi verið lagt á. Lögreglustjóri telji til staðar hættu á að karlmaðurinn reyni að torvelda rannsókn málsins svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta munum undan eða hafa áhrif á samseka eða vitni.Einangrun hafnað Karlmaðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa brotið gegn stúlkunni. Um sé að ræða brot á 1. og 2. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir: 1. málsgrein: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum 2. málsgrein: Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 6 árum Var farið fram á gæsluvarðhald og einangrun sem Héraðsdómur Reykjavíkur sættist á til að koma í veg fyrir að karlmaðurinn gæti skemmt fyrir rannsókninni. Landsréttur féllst á gæsluvarðhald en taldi lögreglu ekki hafa sýnt fram á nauðsyn þess að karlmaðurinn sætti einangrun.Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um brot á stúlku yngri en fimmtán ára. Landsréttur hafnaði kröfu lögreglunnar um að karlmaðurinn sætti einangrun á meðan rannsókn málsins stendur. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun. Karlmaðurinn var handtekinn á laugardaginn á heimili sínu þar sem ungar stúlkur fengu að gista. Stúlkan sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að karlmaðurinn hefði káfað á henni endurtekið undir teppi þar sem hún hefði legið sofandi í sófanum. Hún hefði verið mjög hrædd og liðið illa. Atburðarásin er rakin að einhverju leyti í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Svo virðist sem karlmaðurinn hafi boðið tveimur ungum stúlkum gistingu á heimili sínu sem af lýsingum virðist hafa verið dópgreni.Blóðdropar og sprautunálar Þannig hafi fundist notaðar sprautur og nálar ásamt leifum af ætluðum fíkniefnum á víð og dreif um íbúðina. Meðal annars hafi fundist notuð sprautunál í sófa þar sem stúlkurnar sváfu. Þá voru tveir hnífar á stofuborði auk þess sem haglabyssa fannst í fataskáp. Íbúðin var mjög ósnyrtileg og fundust blóðdropar á gólfi, veggjum, sófa og baðherbergi við vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu. Stúlkan lýsir því að hún hafi vaknað við það að karlmaðurinn settist hjá henni í sófanum og spurði hana hvort karlmenn hefðu einhvern tímann borgað henni. Hún sagðist ekki hafa skilið spurningu mannsins almennilega og farið aftur að sofa. Skömmu síðar hafi hún vaknað aftur við að maðurinn var að káfa á henni undir teppinu. Hafi hann strokið á henni fæturna, lærin og rassinn og hefði hlegið inn á milli. Hann hafi svo staðið upp og komið aftur og haldið áfram að strjúka á henni rassinn og lærin. Stúlkan kvaðst hafa þóst vera sofandi og sagt að þetta hefði staðið yfir í um það bil 20 mínútur.Hringdu eftir aðstoð Stúlkan sagði að hún hefði verið mjög hrædd og liðið illa á meðan á þessu hafi staðið. Þegar maðurinn hafi staðið aftur á fætur hafi hún vakið aðra stúlku sem hafi sofið á móti henni í sófanum. Hún kvaðst þó ekki hafa viljað segja henni hvað gerst hefði en náð að hringja í eftir aðstoð sem hefði borist skömmu síðar. Stúlkan lýsti því að þegar karlmaðurinn sá að væri að fara þá hafi hann beðist innilega afsökunar á því sem hann hefði gert. Karlmaðurinn var handtekinn þegar hann var að yfirgefa íbúðina. Að sögn lögreglu var hann sjáanlega í annarlegu ástandi, sjáöldur hans útþanin og hann talað samhengislaust. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvað hefði gengið á en sagðist hafa verið sofandi í sófanum. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Fram undan séu skýrslur af vitnum á vettvangi sem teknar yrðu í Barnahúsi. Auk þess eigi eftir að rannsaka frekar sönnunargögn sem hald hafi verið lagt á. Lögreglustjóri telji til staðar hættu á að karlmaðurinn reyni að torvelda rannsókn málsins svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta munum undan eða hafa áhrif á samseka eða vitni.Einangrun hafnað Karlmaðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa brotið gegn stúlkunni. Um sé að ræða brot á 1. og 2. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir: 1. málsgrein: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum 2. málsgrein: Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 6 árum Var farið fram á gæsluvarðhald og einangrun sem Héraðsdómur Reykjavíkur sættist á til að koma í veg fyrir að karlmaðurinn gæti skemmt fyrir rannsókninni. Landsréttur féllst á gæsluvarðhald en taldi lögreglu ekki hafa sýnt fram á nauðsyn þess að karlmaðurinn sætti einangrun.Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?