Vel gert Kolbeinn Marteinsson skrifar 17. október 2019 08:15 Einn stærsti kostur okkar Íslendinga er hvað við hrósum hvert öðru lítið. Þar sem hrós er svo fágætt hér á landi er verðmæti þess mikið. Íslenskt hrós er miklu meira virði en t.d. amerískt sem gefið er við nánast öll samskipti, „oh, that’s awesome“ o.s.frv. Það er líka mikill galli á okkur hvað við hrósum hvert öðru lítið. Því réttmætt hrós við réttar aðstæður getur dimmu í dagsljós breytt og gefið gleði og von. En það skiptir líka máli hver hrósar okkur. Komi það frá foreldrum má strax gengisfella það um að minnsta kosti helming. Eitt sinn heyrði ég sagt að oflof foreldra skapi vesalinga sem geti ekki tekið gagnrýni enda sannfærð um að allar gjörðir þeirra séu ekkert annað en stórkostlegar. Hrós frá manneskju sem við berum virðingu fyrir vegur oftast þyngst og slíkt hrós getur fylgt manni ævina á enda. Við eigum því að fara sparlega með hrós, ekki veita það í innantómu orðagjálfri fyrir sjálfsagða hluti og aðeins þegar ástæða er til. Þó barn teikni mynd á blað þá þýðir það ekki að það eigi heimtingu á að vera sagt listamaður. Góðu tíðindin eru þau að það er fullt af hlutum í lífi okkar sem eiga það sannarlega skilið að vera hrósað. Ef við sjáum eitthvað gert á þann hátt að það veitir okkur innblástur eða fyllir okkur gleði eigum við að skjóta skilaboðum á viðkomandi og láta hann vita af því. Sama á við ef við fáum framúrskarandi þjónustu eða sjáum vinnufélaga okkar vinna vel unnin verk. Slík hrós vega alltaf miklu meira og lifa lengur en laun viðkomandi. Því skaltu í dag stefna að því að hrósa einhverjum sem á það skilið. Endurtaktu svo leikinn aftur á morgun og þú hefur gert þennan heim aðeins betri en hann var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Einn stærsti kostur okkar Íslendinga er hvað við hrósum hvert öðru lítið. Þar sem hrós er svo fágætt hér á landi er verðmæti þess mikið. Íslenskt hrós er miklu meira virði en t.d. amerískt sem gefið er við nánast öll samskipti, „oh, that’s awesome“ o.s.frv. Það er líka mikill galli á okkur hvað við hrósum hvert öðru lítið. Því réttmætt hrós við réttar aðstæður getur dimmu í dagsljós breytt og gefið gleði og von. En það skiptir líka máli hver hrósar okkur. Komi það frá foreldrum má strax gengisfella það um að minnsta kosti helming. Eitt sinn heyrði ég sagt að oflof foreldra skapi vesalinga sem geti ekki tekið gagnrýni enda sannfærð um að allar gjörðir þeirra séu ekkert annað en stórkostlegar. Hrós frá manneskju sem við berum virðingu fyrir vegur oftast þyngst og slíkt hrós getur fylgt manni ævina á enda. Við eigum því að fara sparlega með hrós, ekki veita það í innantómu orðagjálfri fyrir sjálfsagða hluti og aðeins þegar ástæða er til. Þó barn teikni mynd á blað þá þýðir það ekki að það eigi heimtingu á að vera sagt listamaður. Góðu tíðindin eru þau að það er fullt af hlutum í lífi okkar sem eiga það sannarlega skilið að vera hrósað. Ef við sjáum eitthvað gert á þann hátt að það veitir okkur innblástur eða fyllir okkur gleði eigum við að skjóta skilaboðum á viðkomandi og láta hann vita af því. Sama á við ef við fáum framúrskarandi þjónustu eða sjáum vinnufélaga okkar vinna vel unnin verk. Slík hrós vega alltaf miklu meira og lifa lengur en laun viðkomandi. Því skaltu í dag stefna að því að hrósa einhverjum sem á það skilið. Endurtaktu svo leikinn aftur á morgun og þú hefur gert þennan heim aðeins betri en hann var.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar