Hætta að selja Tyrkjum vopn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. október 2019 19:15 Tyrkneski herinn nærri Manbij í dag. AP/Ugur Can Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki. „Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.Bitist um Manbij Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum. „Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag. Átök Kúrda og Tyrkja Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira
Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki. „Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.Bitist um Manbij Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum. „Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag.
Átök Kúrda og Tyrkja Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira