Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2019 11:29 Auglýsing Húsasmiðjunnar birtist í Fréttablaðinu í júní síðastliðnum. Visir/Anton Brink Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar. Neytendur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar.
Neytendur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira