Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 12:30 Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Getty Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30