Stærðfræðin opnar dyr Svana Helen Björnsdóttir skrifar 11. október 2019 07:00 Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR. Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn. Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreinaþekkingu. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærðfræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva, sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. fullsjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum. Stærðfræði er stoð undir þessu öllu. Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði- og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja standast alþjóðlega samkeppni. Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreinarýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verkfræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar. Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðarfullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslendingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR. Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn. Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreinaþekkingu. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærðfræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva, sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. fullsjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum. Stærðfræði er stoð undir þessu öllu. Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði- og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja standast alþjóðlega samkeppni. Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreinarýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verkfræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar. Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðarfullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslendingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun