Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 23:46 Mennirnir voru færðir fyrir dómara í dag. AP/Dana Verkouteren Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira