Tvö gjörgæslurúm fyrir sjúklinga með alvarleg brunasár á Landspítalanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2019 18:30 Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K. Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K.
Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00
Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00
Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08
Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36