Gunnar Karlsson er látinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 11:38 Gunnar Karlsson. Mynd/Aðsend Dr. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor emeritus, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 28. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hans. Gunnar fæddist í Efstadal í Laugardal, 26. september 1939, sonur hjónanna Karls Jónssonar og Sigþrúðar Guðnadóttur, bænda í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Þar ólst Gunnar upp í níu systkina hópi. Gunnar lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi frá sama skóla 1978. Hann kenndi við University College í London 1974–1976, varð lektor í sagnfræði við HÍ 1976 og prófessor 1980. Gunnar skrifaði fjölmargar kennslubækur í sögu fyrir öll skólastig, frá grunnskóla og upp í háskóla, hann skrifaði hluta af stórum ritum eftir marga höfunda, til dæmis Sögu Íslands og ritstýrði við þriðja mann útgáfu á Grágás. Meðal fræðirita hans má nefna doktorsritgerð hans, Frelsisbaráttu Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum, Íslandssöguna Iceland’s 1100 Years: History of a Marginal Society, Ástarsögu Íslendinga að fornu og ritið Goðamenning: staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga, grundvallarrit um eitt merkilegasta tímabil í íslenskri sögu. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur. Dætur Gunnars eru Sif, Sigþrúður og Elísabet. Barnabörnin eru sjö. Andlát Skóla - og menntamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Dr. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor emeritus, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 28. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hans. Gunnar fæddist í Efstadal í Laugardal, 26. september 1939, sonur hjónanna Karls Jónssonar og Sigþrúðar Guðnadóttur, bænda í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Þar ólst Gunnar upp í níu systkina hópi. Gunnar lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi frá sama skóla 1978. Hann kenndi við University College í London 1974–1976, varð lektor í sagnfræði við HÍ 1976 og prófessor 1980. Gunnar skrifaði fjölmargar kennslubækur í sögu fyrir öll skólastig, frá grunnskóla og upp í háskóla, hann skrifaði hluta af stórum ritum eftir marga höfunda, til dæmis Sögu Íslands og ritstýrði við þriðja mann útgáfu á Grágás. Meðal fræðirita hans má nefna doktorsritgerð hans, Frelsisbaráttu Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum, Íslandssöguna Iceland’s 1100 Years: History of a Marginal Society, Ástarsögu Íslendinga að fornu og ritið Goðamenning: staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga, grundvallarrit um eitt merkilegasta tímabil í íslenskri sögu. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur. Dætur Gunnars eru Sif, Sigþrúður og Elísabet. Barnabörnin eru sjö.
Andlát Skóla - og menntamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira