Breska þingið hafnar tillögu Johnson um snemmbúnar kosningar Andri Eysteinsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 28. október 2019 19:03 Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira