Danska lögreglan vill fá að nota andlitsgreiningartækni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. október 2019 19:15 Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“