Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 13:30 Rannsókninni var hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. vísir/getty Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið. Svíþjóð Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið.
Svíþjóð Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira