Russell Westbrook var með þrennu í fyrsta sigurleik Houston Rockets á tímabilinu sem var jafnframt fyrsti sigurleikur Westbrook með Houston. Russell kom til Houston frá Oklahoma City Thunder í sumar þar sem hann var með þrennu að meðaltal þrjú undanfarin tímabil.
Westbrook var með 28 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 126-123 sigur á New Orleans Pelicans.
Russell Westbrook's second game with the Rockets was one for the record books https://t.co/fXMzVgW41G
— Sports Illustrated (@SInow) October 28, 2019
Þetta var 139. þrenna Russell Westbrook í NBA-deildinni og með henni komst hann upp fyrir sjálfan Magic Johnson og upp í annað sæti listans. Efstur er áfram Oscar Robertson.
Houston Rockets hafði tapað fyrsta leiknum með Russell Westbrook og James Harden hlið við hlið en landaði sigrinum á móti Pelíkönunum. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Milwaukee Bucks og þar var Westbrook með 24 sitg, 16 fráköst og 7 stoðsendingar.
Oscar Robertson náði 181 þrennu á sínum ferli og Westbrook á því nokkuð í land að ná efsta sætinu. Hann var hins vegar með 34 þrennur á síðustu leiktíð og vantar 42 til að jafna Robertson á toppnum.
RT FOR WESTBROOK!
Triple-Double
28 points / 10 rebounds / 13 assists
Passes Magic Johnson for 2nd most triple-double in NBA history. pic.twitter.com/NwzgmIuScd
— Houston Rockets (@HoustonRockets) October 27, 2019
Magic Johnson var ekkert að gráta þessar fréttir opinberlega og sendi Russel kveðju á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.
„Hamingjuóskir til Russell Westbrook fyrir að komast upp fyrir mig og vera sá sem hefur náð næstflestum þrennum í sögu NBA,“ skrifaði Magic.
Congratulations to Russell Westbrook for passing me and having the 2nd-most triple-doubles in NBA history! https://t.co/y3KgYXsjJB
— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) October 27, 2019