Vilja koma Hrísey á kortið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 21:00 Hrísey virðist vera vannýttur ferðamannastaður Vísir/Friðrik Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna. Akureyrarstofa vinnur nú að því að markaðssetja Hrísey. Ráðist var í könnun á meðal landsmanna til þess að fá upplýsingar um hvað hug Íslendingar bera til eyjunnar. „Við vildum komast að því hversu stórt hlutfall Íslendinga raun og veru þekkti Hrísey og hefði komið þangað,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson upplýsinga- og kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar.Hrísey varla á kortinu hjá mörgum 57 prósent landsmanna hafa komið í eyjuna á síðustu tíu árum en heldur færri að undanförnu, aðeins 17 prósent á síðustu fimm árum. „Það sem við þurfum að skoða er að mjög stór hluti Íslendinga virðist ekki bara gera sér eða sjá neina ástæðu til að heimsækja eyjuna. Bara hér um bil veit ekki að hún er til eða átta sig ekki á þeim möguleikum og þeim dásemdum sem að Hrísey býr yfir,“ segir Ragnar.Við höfnina í Hrísey.vísir/friðrikAkureyrarstofa sér því tækifæri í að markaðssetja eyjuna, ekki síst á Suðvesturhorninu. „Það sem við þurfum nú að gera og höfum verið að gera en ætlum að blása til sóknar nú í vetur og vinna fyrir næsta sumar í því að markaðssetja eyjuna og koma því betur á framfæri við landsmenn alla hvað þangað er að sækja,“ segir Ragnar. Könnunin sýnir að náttúra eyjunnar sé það sem helst laði að. „Þessi friðsemd og ró sem eyjan býr yfir er alveg hreint út samt dásamleg. Svo er það fuglalífið. Þetta er náttúrulega friðland rjúpunnar. Þannig að þú sérð þarna rjúpur í görðum og ý msar aðrar fuglategundi. Þannig að er þetta svona pínu náttúruparadís sem er mjög einfalt að sækja heim, fimmtán mínútna sigling.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Tengdar fréttir Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. 23. febrúar 2019 20:00 Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans. 23. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna. Akureyrarstofa vinnur nú að því að markaðssetja Hrísey. Ráðist var í könnun á meðal landsmanna til þess að fá upplýsingar um hvað hug Íslendingar bera til eyjunnar. „Við vildum komast að því hversu stórt hlutfall Íslendinga raun og veru þekkti Hrísey og hefði komið þangað,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson upplýsinga- og kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar.Hrísey varla á kortinu hjá mörgum 57 prósent landsmanna hafa komið í eyjuna á síðustu tíu árum en heldur færri að undanförnu, aðeins 17 prósent á síðustu fimm árum. „Það sem við þurfum að skoða er að mjög stór hluti Íslendinga virðist ekki bara gera sér eða sjá neina ástæðu til að heimsækja eyjuna. Bara hér um bil veit ekki að hún er til eða átta sig ekki á þeim möguleikum og þeim dásemdum sem að Hrísey býr yfir,“ segir Ragnar.Við höfnina í Hrísey.vísir/friðrikAkureyrarstofa sér því tækifæri í að markaðssetja eyjuna, ekki síst á Suðvesturhorninu. „Það sem við þurfum nú að gera og höfum verið að gera en ætlum að blása til sóknar nú í vetur og vinna fyrir næsta sumar í því að markaðssetja eyjuna og koma því betur á framfæri við landsmenn alla hvað þangað er að sækja,“ segir Ragnar. Könnunin sýnir að náttúra eyjunnar sé það sem helst laði að. „Þessi friðsemd og ró sem eyjan býr yfir er alveg hreint út samt dásamleg. Svo er það fuglalífið. Þetta er náttúrulega friðland rjúpunnar. Þannig að þú sérð þarna rjúpur í görðum og ý msar aðrar fuglategundi. Þannig að er þetta svona pínu náttúruparadís sem er mjög einfalt að sækja heim, fimmtán mínútna sigling.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Tengdar fréttir Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. 23. febrúar 2019 20:00 Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans. 23. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. 23. febrúar 2019 20:00
Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans. 23. febrúar 2019 21:00