Brá þegar hann áttaði sig á mistökum ASÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 20:50 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi vefverslunarinnar Boxins. Hann rekur einnig verslanir undir merkjum Super 1 á Íslandi. Mynd/Samsett Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“ Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“
Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira