Franco grafinn upp í óþökk afkomenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2019 19:00 Öfgamenn mótmæltu því í dag að Franco væri grafinn upp. AP/Manu Fernandez Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð. Spánn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð.
Spánn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira