Segir þingmann sá tortryggni með orðum sínum um endurheimt votlendis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:59 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Aðsent Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira