Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 22. október 2019 20:45 Þingmaður Viðreisnar segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum hvað varðar varnir gegn peningaþvætti. Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. Ráðherrar komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fram kom í máli dómsmálaráðherra að samkvæmt skýrslu FATF frá 2006 hafði Ísland ekki uppfyllt 26 af 40 tilmælum hópsins. Það hafi tekið tíu ár að komast út úr þeirri eftirfylgni sem hafi lokið 2016. Næst árið 2018 hafi hópurinn komist aftur að þeirri niðurstöðu að vörnum væri ábótavant. Nefndarmenn spurðu meðal annars hvernig stæði á því að það hafi tekið tíu ár að bregðast við úttekt FATF frá árinu 2006 og að þrátt fyrir úrbætur sem gerðar hafi verið á þeim tíma hafi enn verið eitthvað í ólagi samkvæmt úttekt árið 2018. „Það hefur verið æði mikið sinnuleysi af hálfu íslenskra stjórnvalda mjög lengi. Hvernig má það vera að við ljúkum innleiðingu 2016 og erum komin aftur á falllista 2018?“ „Ég veit ekki nákvæmlega svarið. Mér finnst þetta góð spurning en ég ætla að velta því upp hvort það gæti verið að menn séu einfaldlega stanslaust að læra í þessu samstarfi og það eru nýjar leiðir til að misnota fjármálakerfið að koma upp á yfirborðið og viðmiðin að breytast og kröfurnar að vaxa.“ Dómsmálaráðherra tók undir þetta og segir mælikvarða milli úttektanna hafa breyst verulega. „Frá 2018 hefur verið öflugur stýrihópur að störfum sem hefur það hlutverk að hafa eftirfylgni eftir þessum málum og fylgja þeim tilmælum sem koma og nú erum við mun betur í stakk búin til að takast á við þau tilmæli og ábendingar sem koma frá FATF-hópnum áður.“ Fjármálaráðherra segir að mikil óvissa hafi verið um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið. „Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst.“ Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30 Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum hvað varðar varnir gegn peningaþvætti. Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. Ráðherrar komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fram kom í máli dómsmálaráðherra að samkvæmt skýrslu FATF frá 2006 hafði Ísland ekki uppfyllt 26 af 40 tilmælum hópsins. Það hafi tekið tíu ár að komast út úr þeirri eftirfylgni sem hafi lokið 2016. Næst árið 2018 hafi hópurinn komist aftur að þeirri niðurstöðu að vörnum væri ábótavant. Nefndarmenn spurðu meðal annars hvernig stæði á því að það hafi tekið tíu ár að bregðast við úttekt FATF frá árinu 2006 og að þrátt fyrir úrbætur sem gerðar hafi verið á þeim tíma hafi enn verið eitthvað í ólagi samkvæmt úttekt árið 2018. „Það hefur verið æði mikið sinnuleysi af hálfu íslenskra stjórnvalda mjög lengi. Hvernig má það vera að við ljúkum innleiðingu 2016 og erum komin aftur á falllista 2018?“ „Ég veit ekki nákvæmlega svarið. Mér finnst þetta góð spurning en ég ætla að velta því upp hvort það gæti verið að menn séu einfaldlega stanslaust að læra í þessu samstarfi og það eru nýjar leiðir til að misnota fjármálakerfið að koma upp á yfirborðið og viðmiðin að breytast og kröfurnar að vaxa.“ Dómsmálaráðherra tók undir þetta og segir mælikvarða milli úttektanna hafa breyst verulega. „Frá 2018 hefur verið öflugur stýrihópur að störfum sem hefur það hlutverk að hafa eftirfylgni eftir þessum málum og fylgja þeim tilmælum sem koma og nú erum við mun betur í stakk búin til að takast á við þau tilmæli og ábendingar sem koma frá FATF-hópnum áður.“ Fjármálaráðherra segir að mikil óvissa hafi verið um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið. „Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst.“
Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30 Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. 21. október 2019 12:30
Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. 21. október 2019 17:19
„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38