Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2019 10:44 Líkamsleifar Franco hafa hvílt í Dal hinna föllnu, norður af Madríd. Getty Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að jarðneskar leifar hershöfðingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra landsins, skuli fluttar úr grafhýsinu í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos) norður af Madríd, á fimmdaginn næsta. Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco. Málið hefur verið mjög umdeilt í landinu en vinstristjórn Pedro Sanchez forsætisráðherra hefur þrýst mjög á að leifarnar skuli fluttar í Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitinn, þar sem Carmen Polo, eiginkona Franco, hvílir. Upphaflega stóð til að flytja líkamsleifar Franco í júní, en afkomendur hans áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar sem kvað svo upp sinn dóm í síðasta mánuði. Lýsti Sanchez dómnum sem „sigri fyrir lýðræðið“.Ekki staður til að upphefja einræðisherrann Stjórn Sanchez hefur lagt áherslu á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar um 34 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum margra þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.Vísir/GettyLokað frá 11. október Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959, en hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Grafhýsið í Dal hinna föllnu hefur verið lokað almenningi frá 11. október til að tryggja öryggi við flutninginn, en áætlað er að um 240 þúsund manns sæki staðinn heim á hverju ári. Spánn Tengdar fréttir Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að jarðneskar leifar hershöfðingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra landsins, skuli fluttar úr grafhýsinu í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos) norður af Madríd, á fimmdaginn næsta. Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco. Málið hefur verið mjög umdeilt í landinu en vinstristjórn Pedro Sanchez forsætisráðherra hefur þrýst mjög á að leifarnar skuli fluttar í Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitinn, þar sem Carmen Polo, eiginkona Franco, hvílir. Upphaflega stóð til að flytja líkamsleifar Franco í júní, en afkomendur hans áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar sem kvað svo upp sinn dóm í síðasta mánuði. Lýsti Sanchez dómnum sem „sigri fyrir lýðræðið“.Ekki staður til að upphefja einræðisherrann Stjórn Sanchez hefur lagt áherslu á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar um 34 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum margra þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.Vísir/GettyLokað frá 11. október Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959, en hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Grafhýsið í Dal hinna föllnu hefur verið lokað almenningi frá 11. október til að tryggja öryggi við flutninginn, en áætlað er að um 240 þúsund manns sæki staðinn heim á hverju ári.
Spánn Tengdar fréttir Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07