Rúmlega 1000 reglugerðir felldar brott með einu pennastriki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2019 10:23 Í vinstri hönd Kristjáns Þórs Júlíussonar ber að líta reglugerðirnar 1090 sem felldar voru úr gildi. Í þeirri hægri er hann með reglugerðinnar tvær sem komu í þeirra stað. Vísir/Sigurjón Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan. Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan.
Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00