Þingið samþykkir að halda áfram rannsókn á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2019 15:48 „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði í fyrsta skipti um rannsókn á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Lagt var til að halda opinberar yfirheyrslur og greiddu 232 þingmenn atkvæði með, 196 gegn. Einungis tveir Demókratar sögðu nei við tillögunni. Enginn Repúblikani tók afstöðu gegn forsetanum. Þetta þýðir að þingið hefur í fyrsta skipti tekið afstöðu til rannsóknarinnar með formlegum hætti. Sýnir atkvæðagreiðslan fram á að rannsóknin nýtur stuðnings þingmanna. Niðurstaðan bendir til þess að nægur stuðningur gæti orðið til þess að ákæra Trump formlega til embættismissis ef rannsóknin skilar nægilegum sönnunargögnum. „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Steve Scalise, einn æðsti Repúblikani deildarinnar, var harðorður í garð Demókrata. Sagði að unnið væri eftir „sovéskum reglum“. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Ef Trump er ákærður til embættismissis fara réttarhöld fram fyrir öldungadeildinni. Þar myndi forseti hæstaréttar gegna hlutverki dómara og þingmenn væru kviðdómendur. Tvo þriðju hluta þingmanna þyrfti til þess að sakfella forsetann. Það telst hæpið þar sem Repúblikanar eru með meirihluta þingsæta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði í fyrsta skipti um rannsókn á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Lagt var til að halda opinberar yfirheyrslur og greiddu 232 þingmenn atkvæði með, 196 gegn. Einungis tveir Demókratar sögðu nei við tillögunni. Enginn Repúblikani tók afstöðu gegn forsetanum. Þetta þýðir að þingið hefur í fyrsta skipti tekið afstöðu til rannsóknarinnar með formlegum hætti. Sýnir atkvæðagreiðslan fram á að rannsóknin nýtur stuðnings þingmanna. Niðurstaðan bendir til þess að nægur stuðningur gæti orðið til þess að ákæra Trump formlega til embættismissis ef rannsóknin skilar nægilegum sönnunargögnum. „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Steve Scalise, einn æðsti Repúblikani deildarinnar, var harðorður í garð Demókrata. Sagði að unnið væri eftir „sovéskum reglum“. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Ef Trump er ákærður til embættismissis fara réttarhöld fram fyrir öldungadeildinni. Þar myndi forseti hæstaréttar gegna hlutverki dómara og þingmenn væru kviðdómendur. Tvo þriðju hluta þingmanna þyrfti til þess að sakfella forsetann. Það telst hæpið þar sem Repúblikanar eru með meirihluta þingsæta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24