Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. október 2019 18:45 Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. Sérstakur rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands rann út um síðustu áramót. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. „Það stefndi í verulegan hallarekstur hjá okkur og við höfðum enga aðra leið til bregðast við þessu núna heldur en að leggja á þetta afgreiðslugjald. Því að það er enginn samningur og það hafa ekki verið neinar viðræður í alvöru þannig að það sé í rauninni verið að tala um að leiðrétta gjaldskrár og koma hluti í framþróun. Kosturinn er samt að við getum haft stöðvarnar okkar opnar“, segir Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur og hjartalæknir. Hann segir augljóst að sérfræðilæknar sem bjóði upp á þjónustu á stofum verði fyrir kostnaðarhækkunum vegna hækkunar á aðföngum og vegna launahækkana, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir, og það hafi mikil áhrif Misjafnt er á milli lækna hversu hátt aukagjaldið er en það leggst yfirleitt á alla sjúklinga. Einnig börn, aldraða og öryrkja. Þórarinn segir gjaldið yfirleitt hóflegt eða tvö til þrjú þúsund krónur. Dæmi eru þó um að það sé hærra og allt að tíu þúsund krónur. Sjúklingarnir greiða alltaf gjaldið sjálfir. Þannig taka Sjúkratryggingar ekki þátt í að greiða það né telur það þegar reiknað er út hjá Sjúkratryggingum hversu mikið sjúklingar eru búnir að greiða til að sjá hvort þeir eigi rétt á afslætti. Sjúklingar fá þannig yfirleitt tvær kvittanir en Sjúkratryggingar sjá aðeins aðra.María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga ÍslandsMynd/Stöð 2María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er ósátt við að læknar hafi ákveðið að fara þessa leið. „Þarna eru veitendur í rauninni að sækja sér fé beint í vasa sjúklinganna án greiðsluþátttöku hins opinbera,“ segir María. Þórarinn segir lækna vonast til að samkomulag náist sem fyrst. Þeir hafi nærri tveimur árum áður en samningurinn rann út óskað eftir því við Sjúkratryggingar að ræða um framhaldið. „Auðvitað er þetta ekki ástand sem er ásættanlegt til lengdar. Það þarf að lenda samningi og við myndum glöð sjá það að samningsviljinn hinu megin við borðið væri meiri,“ segir Þórarinn. María segir að samstarfsvilji sé til staðar hjá Sjúkratryggingum og hafi verið frá því áður en samningurinn rann út. „Við byrjuðum á því þegar að það var fyrirséð að hann væri að renna út þá buðum við strax átján mánaða framlengingu. Það var auðvitað ljóst að með breytingu á lögum um opinber innkaup að þá lá fyrir að þetta ferli yrði svolítið öðruvísi heldur en verið hafði og við vildum undirbúa það vel og í góðu samstarfi við Læknafélagið. Þannig við buðum þessa framlengingu á samningi til þess að fara í þessa vinnu. Þeir höfnuðu því. Við buðum þá upp á sérstaka viðræðuáætlun, að við myndum þó þeir hefðu hafnað framlengingu, að við myndum engu að síður halda áfram að tala saman og undirbúa þessar breytingar sem best í sameiningu. Því var hafnað. Þrátt fyrir það þá höfum við haldið áfram að funda með þeim og reyna að fá þá til samstarfs og samræðu sem að okkur finnst mikilvægt um þessa mikilvægu þjónustu en það hefur því miður ekki verið neinn sérstakur áhugi á því af þeirra hálfu,“ segir María. Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. Sérstakur rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands rann út um síðustu áramót. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. „Það stefndi í verulegan hallarekstur hjá okkur og við höfðum enga aðra leið til bregðast við þessu núna heldur en að leggja á þetta afgreiðslugjald. Því að það er enginn samningur og það hafa ekki verið neinar viðræður í alvöru þannig að það sé í rauninni verið að tala um að leiðrétta gjaldskrár og koma hluti í framþróun. Kosturinn er samt að við getum haft stöðvarnar okkar opnar“, segir Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur og hjartalæknir. Hann segir augljóst að sérfræðilæknar sem bjóði upp á þjónustu á stofum verði fyrir kostnaðarhækkunum vegna hækkunar á aðföngum og vegna launahækkana, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir, og það hafi mikil áhrif Misjafnt er á milli lækna hversu hátt aukagjaldið er en það leggst yfirleitt á alla sjúklinga. Einnig börn, aldraða og öryrkja. Þórarinn segir gjaldið yfirleitt hóflegt eða tvö til þrjú þúsund krónur. Dæmi eru þó um að það sé hærra og allt að tíu þúsund krónur. Sjúklingarnir greiða alltaf gjaldið sjálfir. Þannig taka Sjúkratryggingar ekki þátt í að greiða það né telur það þegar reiknað er út hjá Sjúkratryggingum hversu mikið sjúklingar eru búnir að greiða til að sjá hvort þeir eigi rétt á afslætti. Sjúklingar fá þannig yfirleitt tvær kvittanir en Sjúkratryggingar sjá aðeins aðra.María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga ÍslandsMynd/Stöð 2María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er ósátt við að læknar hafi ákveðið að fara þessa leið. „Þarna eru veitendur í rauninni að sækja sér fé beint í vasa sjúklinganna án greiðsluþátttöku hins opinbera,“ segir María. Þórarinn segir lækna vonast til að samkomulag náist sem fyrst. Þeir hafi nærri tveimur árum áður en samningurinn rann út óskað eftir því við Sjúkratryggingar að ræða um framhaldið. „Auðvitað er þetta ekki ástand sem er ásættanlegt til lengdar. Það þarf að lenda samningi og við myndum glöð sjá það að samningsviljinn hinu megin við borðið væri meiri,“ segir Þórarinn. María segir að samstarfsvilji sé til staðar hjá Sjúkratryggingum og hafi verið frá því áður en samningurinn rann út. „Við byrjuðum á því þegar að það var fyrirséð að hann væri að renna út þá buðum við strax átján mánaða framlengingu. Það var auðvitað ljóst að með breytingu á lögum um opinber innkaup að þá lá fyrir að þetta ferli yrði svolítið öðruvísi heldur en verið hafði og við vildum undirbúa það vel og í góðu samstarfi við Læknafélagið. Þannig við buðum þessa framlengingu á samningi til þess að fara í þessa vinnu. Þeir höfnuðu því. Við buðum þá upp á sérstaka viðræðuáætlun, að við myndum þó þeir hefðu hafnað framlengingu, að við myndum engu að síður halda áfram að tala saman og undirbúa þessar breytingar sem best í sameiningu. Því var hafnað. Þrátt fyrir það þá höfum við haldið áfram að funda með þeim og reyna að fá þá til samstarfs og samræðu sem að okkur finnst mikilvægt um þessa mikilvægu þjónustu en það hefur því miður ekki verið neinn sérstakur áhugi á því af þeirra hálfu,“ segir María.
Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira