Japanir heiðra höfund Súper Maríó bræðra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 07:30 Miyamoto er einn áhrifamesti tölvuleikjahönnuður sögunnar. Nordicphotos/Getty Shigeru Miyamoto, höfundur tölvuleikjanna vinsælu um Maríóbræður, verður heiðraður af ríkisstjórn Japans á sunnudag, 3. nóvember, fyrir framlag hans til menningarinnar en það er einmitt svokallaður menningardagur landsins. Miyamoto, sem er 66 ára, er goðsögn í tölvuleikjaiðnaðinum, sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum og veltir meira en aðrar afþreyingargreinar, svo sem kvikmyndir og tónlist. Hann hóf feril sinn hjá Nintendo árið 1977 og hannaði meðal annars hinn geysivinsæla spilakassaleik Donkey Kong árið 1981. Árið 1984 varð Miyamoto framkvæmdastjóri hönnunar hjá Nintendo, staða sem hann gegndi allt til ársins 2015 og starfar hann enn þá hjá fyrirtækinu. Þegar fyrsta heimaleikjatölva fyrirtækisins, NES, sló í gegn árið 1986 var það að miklu leyti leikjum Miyamoto að þakka, Super Mario Bros og The Legend of Zelda. Hinn ítalski pípulagningamaður Mario hefur síðan orðið einn helsti tákngervingur fyrir tölvuleikjaiðnaðinn í heild. „Við munum gera okkar allra besta til að fá fólk alls staðar í heiminum til að brosa,“ sagði Miyamoto þegar honum var tilkynnt um viðurkenninguna. Hann sagði einnig að öll hönnunardeildin hjá Nintendo ætti heiðurinn skilið. Nintendo lagði keppinauta sína í Sega að velli á níunda áratugnum en varð síðan undir í samkeppni við Playstation og Xbox. Nintendo hafði ekki burði til þess að keppa við framleiðendur þeirra, Sony og Microsoft, hvað búnað varðar. Hefur fyrirtækið því á undanförnum árum þurft að beita hugvitinu og setja öðruvísi tölvur á markað, svo sem Wii og Switch. Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Shigeru Miyamoto, höfundur tölvuleikjanna vinsælu um Maríóbræður, verður heiðraður af ríkisstjórn Japans á sunnudag, 3. nóvember, fyrir framlag hans til menningarinnar en það er einmitt svokallaður menningardagur landsins. Miyamoto, sem er 66 ára, er goðsögn í tölvuleikjaiðnaðinum, sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum og veltir meira en aðrar afþreyingargreinar, svo sem kvikmyndir og tónlist. Hann hóf feril sinn hjá Nintendo árið 1977 og hannaði meðal annars hinn geysivinsæla spilakassaleik Donkey Kong árið 1981. Árið 1984 varð Miyamoto framkvæmdastjóri hönnunar hjá Nintendo, staða sem hann gegndi allt til ársins 2015 og starfar hann enn þá hjá fyrirtækinu. Þegar fyrsta heimaleikjatölva fyrirtækisins, NES, sló í gegn árið 1986 var það að miklu leyti leikjum Miyamoto að þakka, Super Mario Bros og The Legend of Zelda. Hinn ítalski pípulagningamaður Mario hefur síðan orðið einn helsti tákngervingur fyrir tölvuleikjaiðnaðinn í heild. „Við munum gera okkar allra besta til að fá fólk alls staðar í heiminum til að brosa,“ sagði Miyamoto þegar honum var tilkynnt um viðurkenninguna. Hann sagði einnig að öll hönnunardeildin hjá Nintendo ætti heiðurinn skilið. Nintendo lagði keppinauta sína í Sega að velli á níunda áratugnum en varð síðan undir í samkeppni við Playstation og Xbox. Nintendo hafði ekki burði til þess að keppa við framleiðendur þeirra, Sony og Microsoft, hvað búnað varðar. Hefur fyrirtækið því á undanförnum árum þurft að beita hugvitinu og setja öðruvísi tölvur á markað, svo sem Wii og Switch.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira