Menning

Ítalskar myndir á ókeypis sýningum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Giorgio Amato og kona hans Giulia á frumsýningu Ráðherrans í Róm 2016.
Giorgio Amato og kona hans Giulia á frumsýningu Ráðherrans í Róm 2016. Mynd/GettyImage
Þrjár ítalskar kvikmyndir verða á hvíta tjaldinu í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld og á morgun í boði Salento kvikmyndahátíðarinnar.

Þetta eru gamanmyndin Ráðherrann eftir Giorgo Amato sem verður sýnd í kvöld klukkan 19.00. Hún er frá 2016 og fjallar um viðskiptamann sem reynir að ná samningum um verkefni fyrir hið opinbera með því að halda kvöldverðarboð fyrir ráðherra. Þar fer allt á versta veg.

Á morgun, 9. nóvember, klukkan 18.00, verður Kyrrlát sæla, eftir Edorado Winspeare sýnd. Það er hugljúf mynd frá 2014 um þrjár kynslóðir kvenna sem þurfa að aðlagast fábrotnum lífsstíl eftir gjaldþrot fyrirtækis þeirra. Klukkan 20.30 er komið að myndinni Örkin í Disperata sem er einnig eftir Winspeare. Hún er frá 2017 og fjallar um bæjarstjóra sem sækir sér lífsfyllingu með því að kynna föngum ljóð og aðrar bókmenntir. Úr því skapast óvenjuleg vinátta.

Myndirnar eru sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis á þær allar. Leikstjórarnir og aðalleikkona beggja mynda Winspeares, Celeste Casciaro, kynna myndirnar og svara spurningum eftir sýningarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.