Fá rítalín eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín Ari Brynjólfsson skrifar 8. nóvember 2019 07:15 Dæmi eru um að sjúklingar fái lyfin afhent í gistiskýlinu við Lindargötu. Fréttablaðið/Anton Brink Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilislæknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstaklingum, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins “Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er meðferðarfangelsi.”Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo afhentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðaðstöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfsmaður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóðugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smitandi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúkdómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Lyf Reykjavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilislæknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstaklingum, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins “Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er meðferðarfangelsi.”Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo afhentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðaðstöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfsmaður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóðugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smitandi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúkdómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Lyf Reykjavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?