Viðsnúningur í umsóknum útlendinga um vernd á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 19:00 Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira