AZ Alkmaar vann 5-0 sigur á Astana er liðin mættust í Evrópudeildinni í dag. Þetta er í annað skipti á tveimur vikum sem hollenska liðið rúllar yfir Astana.
Hvorki Albert Guðmundsson hjá AZ Alkmaar eða Rúnar Már Sigurjónsson voru í leikmannahópum liðanna en þeir eru báðir á meiðslalistanum.
Staðan var 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik gengu gestirnir frá Hollandi á lagið. Þeir bættu við fjórum mörkum og unnu 5-0 en í síðustu umferð unnu þeir 6-0 siugr. Samanlagt 11-0.
Alkmaar er á toppi riðilsins með átta stig og Astana er án stiga en Manchester United getur skotist á toppinn með sigri á Partizan Belgrad síðar í kvöld.
Man. Utd er með sjö stig og Partizan fjögur.
