Börnum með offitu synjað um tryggingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:30 Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn. Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn.
Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30