Pep Guardiola hættur við að kalla Sadio Mane leikara: Rangt hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:00 Pep Guardiola með Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester City í fyrra. Getty/Laurence Griffiths Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, nýtti blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleik Manchester City á móti Atalanta í kvöld til þess að draga til baka það sem hann sagði um Liverpool manninn Sadio Mané um helgina. Guardiola hélt því fram eftir leik Manchester City um helgina að Sadio Mané stundaði það stundum að láta sig detta en Mané fékk gult spjald fyrir leikaraskap í endurkomusigri Liverpool á Aston Villa. Sadio Mané skoraði seinna sigurmarkið í uppbótatíma leiksins og Liverpool er því áfram með sex stiga forskot á City. Liðin mætast um næstu helgi og margir litu svo á að orð Pep Guardiola um Mané væri hluti af sálfræðistríði fyrir leikinn mikilvæga. Jürgen Klopp var ekki hrifinn af orðum Pep Guardiola og vísaði þeim heim aftur til föðurhúsanna. Sagði meðal annars að hann þekkti Mané miklu betur en Pep. Þegar kom að blaðamannafundinum í gær var komið allt annað hljóð í Pep Guardiola. Pep Guardiola in climbdown over claim that Liverpool’s Sadio Mané dives https://t.co/UD5gfSspMf By @JamieJackson___ — Guardian sport (@guardian_sport) November 5, 2019„Liverpool fékk víti á 94. mínútu á móti Leicester og ég sagði bara vá. Þess vegna var ég að tala um þetta. Það var ekki ætlun mín að segja að Sadio sé þannig leikmaður því ég dáist mikið að honum,“ sagði Guardiola. „Jürgen fannst þetta vera víti, dómarinn dæmdi víti, VAR var á því að þetta væri víti svo ég var sá sem hafði rangt fyrir mér,“ sagði Guardiola. „Jürgen hefur sagt að hann þekki Sadio betur en ég. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því að vera alltaf jákvæður og reyna að spila góðan fótbolta. Þegar sonur minn eða dóttir vinna á lokamínútunni og spyrja mig hversu heppin þau voru þá svara ég að þetta hafi ekki verið heppni,“ sagði Guardiola. „Það sem Liverpool hefur gert, bæði á síðasta tímabili og á þessu tímabili, hefur liðið afrekað af því að þeir búa yfir miklum gæðum og hæfileikanum að berjast allt til enda leikja. Vonandi get ég skýrt þetta allt út fyrir Jürgen,“ sagði Guaridola. „Ef lið kemur svona til baka einu sinni eða tvisvar þá er þetta kannski heppni. Þetta getur ekki verið heppni þegar þetta er að gerast tíu, tólf eða þrettán sinnum,“ sagði Guardiola. Þegar Pep Guardiola var spurður út í orð Jürgen Klopp um að Spánverjinn væri heltekinn af Liverpool, þá svaraði hann. „Ég hlustaði ekki á það sem hann sagði svo ég veit ekki,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, nýtti blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleik Manchester City á móti Atalanta í kvöld til þess að draga til baka það sem hann sagði um Liverpool manninn Sadio Mané um helgina. Guardiola hélt því fram eftir leik Manchester City um helgina að Sadio Mané stundaði það stundum að láta sig detta en Mané fékk gult spjald fyrir leikaraskap í endurkomusigri Liverpool á Aston Villa. Sadio Mané skoraði seinna sigurmarkið í uppbótatíma leiksins og Liverpool er því áfram með sex stiga forskot á City. Liðin mætast um næstu helgi og margir litu svo á að orð Pep Guardiola um Mané væri hluti af sálfræðistríði fyrir leikinn mikilvæga. Jürgen Klopp var ekki hrifinn af orðum Pep Guardiola og vísaði þeim heim aftur til föðurhúsanna. Sagði meðal annars að hann þekkti Mané miklu betur en Pep. Þegar kom að blaðamannafundinum í gær var komið allt annað hljóð í Pep Guardiola. Pep Guardiola in climbdown over claim that Liverpool’s Sadio Mané dives https://t.co/UD5gfSspMf By @JamieJackson___ — Guardian sport (@guardian_sport) November 5, 2019„Liverpool fékk víti á 94. mínútu á móti Leicester og ég sagði bara vá. Þess vegna var ég að tala um þetta. Það var ekki ætlun mín að segja að Sadio sé þannig leikmaður því ég dáist mikið að honum,“ sagði Guardiola. „Jürgen fannst þetta vera víti, dómarinn dæmdi víti, VAR var á því að þetta væri víti svo ég var sá sem hafði rangt fyrir mér,“ sagði Guardiola. „Jürgen hefur sagt að hann þekki Sadio betur en ég. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því að vera alltaf jákvæður og reyna að spila góðan fótbolta. Þegar sonur minn eða dóttir vinna á lokamínútunni og spyrja mig hversu heppin þau voru þá svara ég að þetta hafi ekki verið heppni,“ sagði Guardiola. „Það sem Liverpool hefur gert, bæði á síðasta tímabili og á þessu tímabili, hefur liðið afrekað af því að þeir búa yfir miklum gæðum og hæfileikanum að berjast allt til enda leikja. Vonandi get ég skýrt þetta allt út fyrir Jürgen,“ sagði Guaridola. „Ef lið kemur svona til baka einu sinni eða tvisvar þá er þetta kannski heppni. Þetta getur ekki verið heppni þegar þetta er að gerast tíu, tólf eða þrettán sinnum,“ sagði Guardiola. Þegar Pep Guardiola var spurður út í orð Jürgen Klopp um að Spánverjinn væri heltekinn af Liverpool, þá svaraði hann. „Ég hlustaði ekki á það sem hann sagði svo ég veit ekki,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti