Hugsi yfir háum bótum Atla Rafns og telur dóm yfir Kristínu fordæmalausan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 15:00 Lára V. Júlíusdóttir hefur skrifað bækur um vinnurétt. Annars vegar bókina Stéttarfélög og vinnudeilur og hins vegar Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Hæstaréttarlögmaður sem hefur sérhæft sig í lögum um vinnurétt er hugsi yfir nýlegum dómi í máli Atla Rafns Sigurðsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra. Telur hún dóminn bera þess merki að U-beygja hafi verið tekin í vinnurétti. Mjög háar skaðabætur veki athygli og miskabætur langt umfram það sem tíðkast í sambærilegum málum. „Auk þess sem framkvæmdastjóri atvinnurekanda var persónulega dreginn til ábyrgðar, sem ég tel fordæmalaust,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður í pistli á Vísi.Kristín Eysteinsdóttir sagði fyrir dómi að sér hafi borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis af hálfu Atla Rafns.Vísir/EgillAtla Rafni voru dæmdar fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,5 milljón króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum en hann var á lánssamningi hjá leikhúsinu frá Þjóðleikhúsinu til eins árs. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín leikhússtjótri hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Kristín og Borgarleikhúsið hafa áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem það bíður meðferðar. Dómurinn féll tveimur dögum áður en nýr Þjóðleikhússtjóri var skipaður. Menntamálaráðherra skipaði Magnús Geir Þórðarson en Kristín var á meðal umsækjenda. Má telja að dómurinn hafi ekki aukið möguleika Kristínar á starfinu.Reglugerð til verndar þolanda tryggi rétt geranda „Dómurinn byggir niðurstöðu sína á því að ekki hafi verið fylgt reglugerð Vinnueftirlits ríkisins nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og víkur þannig til hliðar þeim samningum sem lágu að baki ráðningarsambandi aðila. Reglugerðin, sem sett var til að vernda stöðu þolenda eineltis á vinnustað, verður þarna til þess að tryggja rétt meints geranda,“ segir Lára í grein sinni. Héraðsdómur fann að því að Atla Rafni hefði ekki verið gefinn kostur á að breyta hegðun sinni.Kristín Eysteinsdóttir (t.h.) mótmælti því sérstaklega fyrir dómi að skilyrði væru uppfyllt til að stefna henni persónulega í máli Atla Rafns (t.v.). Dómurinn féllst ekki á það.Vísir„Dómurinn lítur hins vegar algerlega fram hjá þeirri staðreynd að umræddur starfsmaður var ekki opinber starfsmaður. Þar sem hann er ekki opinber starfsmaður eiga ákvæði stjórnsýslulaga ekki við um ráðninguna, hvað þá lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig eiga ekki við reglur um áminningu. Hvorki í ráðningarsamningi né í kjarasamningi mannsins eru honum tryggð þau réttindi. Það sem þó er enn athyglisverðara er sú staðreynd að stefnandi málsins byggði mál sitt ekki á þessum atriðum.“ Lára minnir á að Borgarleikhúsið hafi sem atvinnurekandi á almennum vinnumarkaði fulla heimild til að segja upp starfsfólki sínu svo framarlega sem samningsbundinn uppsagnarfrestur sé virtur. „Víða í kjarasamningum er þó að finna ákvæði um að starfsmenn eigi rétt á að vita ástæður uppsagnar. Ástæður uppsagnarinnar hafa hingað til ekki skipt máli eða stofnað atvinnurekendum bótaskyldu svo framarlega sem ráðningarsamningur hafi ekki verið brotinn. Í þeim kjarasamningi sem gildir í þessu máli er ekki að finna nokkurt ákvæði um skyldur atvinnurekanda til að greina frá ástæðum uppsagnar. Því var heldur ekki haldið fram í málinu að eitthvað hefði verið aðfinnsluvert við framkvæmd uppsagnarinnar.“Deilur við Persónuvernd Lára vísar á ákvæði í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þar segir:Atvinnurekendum er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum sökum þess að hann hafi krafist leiðréttingar á grundvelli laga þessara. Atvinnurekandi skal jafnframt gæta þess að starfsmaður verði ekki beittur óréttlæti í starfi, svo sem með tilliti til starfsöryggis, starfskjara eða mats á árangri, á grundvelli þess að hafa kært eða veitt upplýsingar um kynbundna eða kynferðislega áreitni eða kynjamismunun.Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni sem segir Kristínu Eysteinsdóttur hafa brotið nánast allar reglur sem hægt er að brjóta sem snúa að reglum um skyldur atvinnurekanda.Vísir/EgillÞá minnir Lára á að Persónuvernd hafi fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að Atli Rafn hefði fengið allar upplýsingar sem hann hafði rétt á að fá. „Það eru þessar aðstæður sem framkvæmdastjórinn stóð frammi fyrir,“ segir Lára. Atli Rafn hefur sömuleiðis stefnt Persónuvernd og er málið komið á dagskrá héraðsdóms.Gleðitíðindi fyrir stéttarfélög „Dómur héraðsdóms ber merki um að þar hafi verið tekin U-beygja í vinnurétti,“ segir Lára. „Í málinu er sjónarmiðum úr opinberum vinnurétti beitt um ráðningarsamband á almennum vinnumarkaði. Þetta er gert með því að vísa til reglugerðar sem á að sporna gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þá vekur athygli að starfsmanni hafi verið dæmdar skaðabætur þar sem hann naut fullra launa á uppsagnarfresti og ekki sýnt fram á að hann hafi orðið af tekjum í kjölfar uppsagnarinnar.“ Hún vekur upp spurningu hvernig sú niðurstaða blasi við stéttarfélögum annars vegar og samtökum atvinnurekenda hins vegar. „Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði að starfsmenn geti átt rétt til skaðabóta þótt þeir hafi notið fullra launa á uppsagnarfresti. Að sama skapi hljóta samtök atvinnurekenda að vera hugsi yfir þessum dómi.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir U-beygja í vinnurétti Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar. 5. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður sem hefur sérhæft sig í lögum um vinnurétt er hugsi yfir nýlegum dómi í máli Atla Rafns Sigurðsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra. Telur hún dóminn bera þess merki að U-beygja hafi verið tekin í vinnurétti. Mjög háar skaðabætur veki athygli og miskabætur langt umfram það sem tíðkast í sambærilegum málum. „Auk þess sem framkvæmdastjóri atvinnurekanda var persónulega dreginn til ábyrgðar, sem ég tel fordæmalaust,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður í pistli á Vísi.Kristín Eysteinsdóttir sagði fyrir dómi að sér hafi borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis af hálfu Atla Rafns.Vísir/EgillAtla Rafni voru dæmdar fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,5 milljón króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum en hann var á lánssamningi hjá leikhúsinu frá Þjóðleikhúsinu til eins árs. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín leikhússtjótri hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Kristín og Borgarleikhúsið hafa áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem það bíður meðferðar. Dómurinn féll tveimur dögum áður en nýr Þjóðleikhússtjóri var skipaður. Menntamálaráðherra skipaði Magnús Geir Þórðarson en Kristín var á meðal umsækjenda. Má telja að dómurinn hafi ekki aukið möguleika Kristínar á starfinu.Reglugerð til verndar þolanda tryggi rétt geranda „Dómurinn byggir niðurstöðu sína á því að ekki hafi verið fylgt reglugerð Vinnueftirlits ríkisins nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og víkur þannig til hliðar þeim samningum sem lágu að baki ráðningarsambandi aðila. Reglugerðin, sem sett var til að vernda stöðu þolenda eineltis á vinnustað, verður þarna til þess að tryggja rétt meints geranda,“ segir Lára í grein sinni. Héraðsdómur fann að því að Atla Rafni hefði ekki verið gefinn kostur á að breyta hegðun sinni.Kristín Eysteinsdóttir (t.h.) mótmælti því sérstaklega fyrir dómi að skilyrði væru uppfyllt til að stefna henni persónulega í máli Atla Rafns (t.v.). Dómurinn féllst ekki á það.Vísir„Dómurinn lítur hins vegar algerlega fram hjá þeirri staðreynd að umræddur starfsmaður var ekki opinber starfsmaður. Þar sem hann er ekki opinber starfsmaður eiga ákvæði stjórnsýslulaga ekki við um ráðninguna, hvað þá lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig eiga ekki við reglur um áminningu. Hvorki í ráðningarsamningi né í kjarasamningi mannsins eru honum tryggð þau réttindi. Það sem þó er enn athyglisverðara er sú staðreynd að stefnandi málsins byggði mál sitt ekki á þessum atriðum.“ Lára minnir á að Borgarleikhúsið hafi sem atvinnurekandi á almennum vinnumarkaði fulla heimild til að segja upp starfsfólki sínu svo framarlega sem samningsbundinn uppsagnarfrestur sé virtur. „Víða í kjarasamningum er þó að finna ákvæði um að starfsmenn eigi rétt á að vita ástæður uppsagnar. Ástæður uppsagnarinnar hafa hingað til ekki skipt máli eða stofnað atvinnurekendum bótaskyldu svo framarlega sem ráðningarsamningur hafi ekki verið brotinn. Í þeim kjarasamningi sem gildir í þessu máli er ekki að finna nokkurt ákvæði um skyldur atvinnurekanda til að greina frá ástæðum uppsagnar. Því var heldur ekki haldið fram í málinu að eitthvað hefði verið aðfinnsluvert við framkvæmd uppsagnarinnar.“Deilur við Persónuvernd Lára vísar á ákvæði í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þar segir:Atvinnurekendum er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum sökum þess að hann hafi krafist leiðréttingar á grundvelli laga þessara. Atvinnurekandi skal jafnframt gæta þess að starfsmaður verði ekki beittur óréttlæti í starfi, svo sem með tilliti til starfsöryggis, starfskjara eða mats á árangri, á grundvelli þess að hafa kært eða veitt upplýsingar um kynbundna eða kynferðislega áreitni eða kynjamismunun.Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni sem segir Kristínu Eysteinsdóttur hafa brotið nánast allar reglur sem hægt er að brjóta sem snúa að reglum um skyldur atvinnurekanda.Vísir/EgillÞá minnir Lára á að Persónuvernd hafi fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að Atli Rafn hefði fengið allar upplýsingar sem hann hafði rétt á að fá. „Það eru þessar aðstæður sem framkvæmdastjórinn stóð frammi fyrir,“ segir Lára. Atli Rafn hefur sömuleiðis stefnt Persónuvernd og er málið komið á dagskrá héraðsdóms.Gleðitíðindi fyrir stéttarfélög „Dómur héraðsdóms ber merki um að þar hafi verið tekin U-beygja í vinnurétti,“ segir Lára. „Í málinu er sjónarmiðum úr opinberum vinnurétti beitt um ráðningarsamband á almennum vinnumarkaði. Þetta er gert með því að vísa til reglugerðar sem á að sporna gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þá vekur athygli að starfsmanni hafi verið dæmdar skaðabætur þar sem hann naut fullra launa á uppsagnarfresti og ekki sýnt fram á að hann hafi orðið af tekjum í kjölfar uppsagnarinnar.“ Hún vekur upp spurningu hvernig sú niðurstaða blasi við stéttarfélögum annars vegar og samtökum atvinnurekenda hins vegar. „Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði að starfsmenn geti átt rétt til skaðabóta þótt þeir hafi notið fullra launa á uppsagnarfresti. Að sama skapi hljóta samtök atvinnurekenda að vera hugsi yfir þessum dómi.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir U-beygja í vinnurétti Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar. 5. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
U-beygja í vinnurétti Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar. 5. nóvember 2019 11:00