Innflutningur á malavísku tóbaki bannaður í Bandaríkjunum vegna ásakana um barnaþrælkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 23:45 Tóbaksakur í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint. epa/AARON UFUMELI Bandaríkin hafa hætt öllum innflutningi á tóbaki frá Malaví vegna ásakana um barnaþrælkun. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Bannið kemur í kjölfarið á því að mannréttindalögmenn munu flytja mál gegn British American Tobacco (BAT) fyrir hæstarétti í Lundúnum vegna barnaþrælkun á tóbaksökrum í Malaví. Málið byggir á rannsókn sem fréttastofa Guardian gerði í fyrra. Mannréttindalögfræðingar sem starfa á lögfræðistofunni Leigh Day hafa tekið að sér mál 2.000 sækjenda – barna og foreldra þeirra - en talið er að allt að 15 þúsund til viðbótar muni bætast við. Tollgæsla Bandaríkjanna (CBP) fyrirskipaði á föstudag að ekkert malavískt tóbak skyldi flutt inn í landið en þær sendingar sem eru á leið til landsins eða komnar þangað verður meinað inn í landið. Innflytjendur munu þurfa að sanna að verkafólk hafi unnið við mannsæmandi skilyrði við framleiðslu tóbaksins samkvæmt bandarískum lögum til að sendingum verði hleypt inn í landið. Tollgæslan sagði að tilskipunin hafi verið gefin út vegna upplýsinga um að malavískt tóbak væri framleitt með notkun þrælkunarvinnu og barnaþrælkun. Þá hafi upplýsingarnar borist úr ýmsum áttum, þar á meðal frá almenningi.Tóbaksframleiðsla í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.epa/AARON UFUMELI„GBP vill tryggja að viðskiptasamfélagið fylgi lögum um hreinar aðfangskeðjur þar sem ekki er notast við þrælkunarvinnu af neinu tagi,“ sagði Brenda Smith, aðstoðarforstjóri viðskiptadeildar GBP. Þá sagði Tollgæslan að innflytjendur gætu sýnt fram á að tóbakið þeirra og tóbaksvörur innihéldu ekki tóbak frá Malaví sem framleitt var með ólöglegum aðferðum. Sérfræðingar telja að þetta muni neyða fyrirtæki til að horfast í augu við vandann sem ríkir í Malaví.Barnaþrælkun í tóbaksiðnaðinum að aukast Öll stærstu tóbaksfyrirtækin segjast vera á móti barnaþrælkun og að þau styrki ýmis sjálfbærniverkefni sem vinna gegn barnaþrælkun. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að barnaþrælkun í tóbaksiðnaði sé að aukast. Í stefnu mannréttindalögmannanna er því haldið fram að fyrirtækið beri ábyrgð á því hve lítið sé borgað fyrir malavískt tóbak sem haldi leiguliðum í fátæktargreipum. Það valdi því að bændurnir þurfi að láta börn sín vinna á tóbaksökrunum fyrir og eftir skóla og um helgar. Á meðan á uppskerutíma standi mæti fæst bændabörn í skólann.Í rannsókn fréttastofu Guardian var komist að því að fjölskyldur sem væru fastar í fátækt flyttu oft á tóbaksbýli í von um að fá smotterí borgað í lok hverrar uppskeru sem myndi hjálpa þeim að stofna lítil fyrirtæki. Það hafi þó ekki verið raunin, fjölskyldurnar hafi lifað á einum poka af maís á mánuði sem landeigandinn gaf þeim, þær hafi þurft að fá lán til að borga skólagjöld, samgöngur og aðrar þarfir á meðan á tíu mánaða ræktartímabilinu stóð. Samkvæmt stefnu Leigh Day fengu fjölskyldurnar yfirleitt 16-32 þúsund íslenskar krónur, eftir að búið var að draga frá fjárhæðina sem hafði verið lánuð. Launin hafi ekki verið næg til að flytja aftur heim. Í stefnunni er BAT sakað um að hafa auðgast á óréttlátan hátt á vinnu barna og fjölskylda þeirra í Malaví án þess að hafa greitt fyrir það mannsæmandi laun. Ef sækjendur vinna málið, sem gæti tekið allt að 3-4 ár, er líklegt að tóbaksverð verði hækkað til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæri í framtíðinni. Það myndi bæta lífsskilyrði bændanna og tryggja að börn þeirra fengju menntun. BAT sagði í yfirlýsingu að það væri skýrt í grunnstefnu þeirra að þrælkunarvinna væri ekki látin viðgangast og að barnaþrælkun væri hvorki látin viðgangast né stunduð af fyrirtækinu. Þá væri velferð, heilsa og öryggi barnanna alltaf höfð í fyrirrúmi. Þá sagði BAT að býlin sem tóbakið þeirra kæmi frá væru látin taka þátt í sjálfbærniverkefnum, sem væri samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þegar kæmi að barnaþrælkun og launum verkafólks. Bandaríkin Malaví Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Bandaríkin hafa hætt öllum innflutningi á tóbaki frá Malaví vegna ásakana um barnaþrælkun. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Bannið kemur í kjölfarið á því að mannréttindalögmenn munu flytja mál gegn British American Tobacco (BAT) fyrir hæstarétti í Lundúnum vegna barnaþrælkun á tóbaksökrum í Malaví. Málið byggir á rannsókn sem fréttastofa Guardian gerði í fyrra. Mannréttindalögfræðingar sem starfa á lögfræðistofunni Leigh Day hafa tekið að sér mál 2.000 sækjenda – barna og foreldra þeirra - en talið er að allt að 15 þúsund til viðbótar muni bætast við. Tollgæsla Bandaríkjanna (CBP) fyrirskipaði á föstudag að ekkert malavískt tóbak skyldi flutt inn í landið en þær sendingar sem eru á leið til landsins eða komnar þangað verður meinað inn í landið. Innflytjendur munu þurfa að sanna að verkafólk hafi unnið við mannsæmandi skilyrði við framleiðslu tóbaksins samkvæmt bandarískum lögum til að sendingum verði hleypt inn í landið. Tollgæslan sagði að tilskipunin hafi verið gefin út vegna upplýsinga um að malavískt tóbak væri framleitt með notkun þrælkunarvinnu og barnaþrælkun. Þá hafi upplýsingarnar borist úr ýmsum áttum, þar á meðal frá almenningi.Tóbaksframleiðsla í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.epa/AARON UFUMELI„GBP vill tryggja að viðskiptasamfélagið fylgi lögum um hreinar aðfangskeðjur þar sem ekki er notast við þrælkunarvinnu af neinu tagi,“ sagði Brenda Smith, aðstoðarforstjóri viðskiptadeildar GBP. Þá sagði Tollgæslan að innflytjendur gætu sýnt fram á að tóbakið þeirra og tóbaksvörur innihéldu ekki tóbak frá Malaví sem framleitt var með ólöglegum aðferðum. Sérfræðingar telja að þetta muni neyða fyrirtæki til að horfast í augu við vandann sem ríkir í Malaví.Barnaþrælkun í tóbaksiðnaðinum að aukast Öll stærstu tóbaksfyrirtækin segjast vera á móti barnaþrælkun og að þau styrki ýmis sjálfbærniverkefni sem vinna gegn barnaþrælkun. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að barnaþrælkun í tóbaksiðnaði sé að aukast. Í stefnu mannréttindalögmannanna er því haldið fram að fyrirtækið beri ábyrgð á því hve lítið sé borgað fyrir malavískt tóbak sem haldi leiguliðum í fátæktargreipum. Það valdi því að bændurnir þurfi að láta börn sín vinna á tóbaksökrunum fyrir og eftir skóla og um helgar. Á meðan á uppskerutíma standi mæti fæst bændabörn í skólann.Í rannsókn fréttastofu Guardian var komist að því að fjölskyldur sem væru fastar í fátækt flyttu oft á tóbaksbýli í von um að fá smotterí borgað í lok hverrar uppskeru sem myndi hjálpa þeim að stofna lítil fyrirtæki. Það hafi þó ekki verið raunin, fjölskyldurnar hafi lifað á einum poka af maís á mánuði sem landeigandinn gaf þeim, þær hafi þurft að fá lán til að borga skólagjöld, samgöngur og aðrar þarfir á meðan á tíu mánaða ræktartímabilinu stóð. Samkvæmt stefnu Leigh Day fengu fjölskyldurnar yfirleitt 16-32 þúsund íslenskar krónur, eftir að búið var að draga frá fjárhæðina sem hafði verið lánuð. Launin hafi ekki verið næg til að flytja aftur heim. Í stefnunni er BAT sakað um að hafa auðgast á óréttlátan hátt á vinnu barna og fjölskylda þeirra í Malaví án þess að hafa greitt fyrir það mannsæmandi laun. Ef sækjendur vinna málið, sem gæti tekið allt að 3-4 ár, er líklegt að tóbaksverð verði hækkað til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæri í framtíðinni. Það myndi bæta lífsskilyrði bændanna og tryggja að börn þeirra fengju menntun. BAT sagði í yfirlýsingu að það væri skýrt í grunnstefnu þeirra að þrælkunarvinna væri ekki látin viðgangast og að barnaþrælkun væri hvorki látin viðgangast né stunduð af fyrirtækinu. Þá væri velferð, heilsa og öryggi barnanna alltaf höfð í fyrirrúmi. Þá sagði BAT að býlin sem tóbakið þeirra kæmi frá væru látin taka þátt í sjálfbærniverkefnum, sem væri samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þegar kæmi að barnaþrælkun og launum verkafólks.
Bandaríkin Malaví Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira