Svona fólk og Samtökin '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarson skrifar 3. nóvember 2019 13:30 Þáttaröðin Svona fólk hefur á síðustu vikum haldið íslensku þjóðinni límdri við skjáinn og neytt hana til þess að horfast í augu við eigin fortíð. Þættirnir, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir á veg og vanda að, eru ótrúlegt afrek. Þeir varpa ljósi á það mikla mótlæti sem hommar og lesbíur á Íslandi máttu þola þegar þau stigu fram, börðust fyrir tilvist sinni, réttindum sínum og - í tilviki allt of margra á tímum AIDS - lífi sínu. Síðustu fimm sunnudagskvöld höfum við fengið að fylgjast með þróun samfélagsins okkar. Úr þrúgandi þögn í regnbogaflóð.Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi. Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er. Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir. Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr. Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt. Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þáttaröðin Svona fólk hefur á síðustu vikum haldið íslensku þjóðinni límdri við skjáinn og neytt hana til þess að horfast í augu við eigin fortíð. Þættirnir, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir á veg og vanda að, eru ótrúlegt afrek. Þeir varpa ljósi á það mikla mótlæti sem hommar og lesbíur á Íslandi máttu þola þegar þau stigu fram, börðust fyrir tilvist sinni, réttindum sínum og - í tilviki allt of margra á tímum AIDS - lífi sínu. Síðustu fimm sunnudagskvöld höfum við fengið að fylgjast með þróun samfélagsins okkar. Úr þrúgandi þögn í regnbogaflóð.Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi. Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er. Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir. Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr. Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt. Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun