Stephen Curry verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir að hann gekkst undir aðgerð á hendi í gær.
Golden State Warriors gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem staðfest var að Curry hefði farið í uppskurð á hendi. Þá kom þar fram að liðið myndi næst gefa tilkyninngu um stöðu mála hjá Curry eftir þrjá mánuði.
Curry brotnaði á hendi í þriðja leikhluta í tapi Golden State fyrir Phoenix Suns á miðvikudag þegar hann lenti illa á hendinni.
Tímabilið hefur byrjað illa hjá Warriors, liðið er aðeins með einn sigur úr fyrstu fjórum leikjunum og er áfall fyrir þá að missa Curry sem átti að bera sóknarafl liðsins í fjarveru Klay Thompson.
