Óttast fjölda dauðsfalla í mótmælunum í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 16:18 Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. AP/Mostafa Shanechi Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjölmargir séu dánir eftir umfangsmikil mótmæli þar í landi. Yfirvöld Íran lokuðu á aðgang borgara að internetinu vegna mótmælanna og Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að sambandið verði opnað á ný. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. Erfitt er að komast að hinu sanna vegna lokunar internetsins. Mótmælin brutust út víða um Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi hækkaði verð eldsneytis og sagði að það yrði skammtað. Strax á föstudag hækkaði verðið um helming (50 prósent) eftir að ríkið dró úr niðurgreiðslum.Það var gert vegna slæms ástands efnahags Íran sem að einhverju leyti hefur verið rekinn til viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Dregið hefur verulega úr útflutningi Íran á olíu vegna þvingananna og virði gjaldmiðils landsins hefur þar að auki lækkað mikið. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur.Samkvæmt frétt BBC segja yfirvöld í Íran að einungis nokkrir hafi látið lífið og hefur mótmælendum verið lýst sem óeirðarseggjum.Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í dag að fregnir hefðu borist af því að verulega hart væri tekið á mótmælendum og jafnvel væri skotið á þá. Erfitt væri að staðfesta fregnir af svæðinu en fréttir héraðsmiðla gæfu í skyn að tugir hefðu látið lífið í minnst átta héruðum Íran. Íran Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjölmargir séu dánir eftir umfangsmikil mótmæli þar í landi. Yfirvöld Íran lokuðu á aðgang borgara að internetinu vegna mótmælanna og Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að sambandið verði opnað á ný. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. Erfitt er að komast að hinu sanna vegna lokunar internetsins. Mótmælin brutust út víða um Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi hækkaði verð eldsneytis og sagði að það yrði skammtað. Strax á föstudag hækkaði verðið um helming (50 prósent) eftir að ríkið dró úr niðurgreiðslum.Það var gert vegna slæms ástands efnahags Íran sem að einhverju leyti hefur verið rekinn til viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Dregið hefur verulega úr útflutningi Íran á olíu vegna þvingananna og virði gjaldmiðils landsins hefur þar að auki lækkað mikið. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur.Samkvæmt frétt BBC segja yfirvöld í Íran að einungis nokkrir hafi látið lífið og hefur mótmælendum verið lýst sem óeirðarseggjum.Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í dag að fregnir hefðu borist af því að verulega hart væri tekið á mótmælendum og jafnvel væri skotið á þá. Erfitt væri að staðfesta fregnir af svæðinu en fréttir héraðsmiðla gæfu í skyn að tugir hefðu látið lífið í minnst átta héruðum Íran.
Íran Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira