Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 20:00 Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala. Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala.
Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00