Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 20:00 Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala. Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala.
Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?