Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. Yfirvöld Bandaríkjanna þvertaka fyrir að um sé að ræða tilslökun gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar sem um ræðir bera heitið Combined Flying Training Event og fjölmargir flugmenn flugherja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu taka þátt í þeim á ári hverju. Fyrr á þessu ári var búið að taka þá ákvörðun að draga úr umfangi þeirra, vegna andstöðu yfirvalda Norður-Kóreu við æfingarnar, samkvæmt frétt Reuters. Þrátt fyrir það lýstu Norður-Kóreumenn sig áfram andstæða æfingunum og var því hætt við þær í bili. Donald Trump tísti til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í dag og hvatti hann til að ná samkomulagi. Trump væri sá eini sem gæti komið Kim á þann stað sem hann þyrfti að vera á og Kim þyrfti að drífa sig að semja. Forsetinn endaði skilaboðin til einræðisherrans á „Sjáumst brátt!“Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon! https://t.co/kO2k14lTf7 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Tístið snýr einnig að því að á dögunum birtist grein í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, þar sem farið var hörðum orðum um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Í þeirri grein segir meðal annars að Biden sé óður hundur, hann líti ekki út eins og maður og honum verði refsað fyrir að vanvirða Kim. Réttast væri að berja hann til dauða með priki. Eins og kemur fram í tístinu hér að ofan segir Trump að Biden sé nú aðeins skárri en „óður hundur“, þó hann sé þreyttur og hægur, eins og Trump kallar hann ítrekað. Síðustu misseri hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa hafnað beiðni Bandaríkjanna um viðræður í nýliðinni viku.Sjá einnig: Borubrattur Kim Jong-unForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Sjá meira
Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. Yfirvöld Bandaríkjanna þvertaka fyrir að um sé að ræða tilslökun gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar sem um ræðir bera heitið Combined Flying Training Event og fjölmargir flugmenn flugherja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu taka þátt í þeim á ári hverju. Fyrr á þessu ári var búið að taka þá ákvörðun að draga úr umfangi þeirra, vegna andstöðu yfirvalda Norður-Kóreu við æfingarnar, samkvæmt frétt Reuters. Þrátt fyrir það lýstu Norður-Kóreumenn sig áfram andstæða æfingunum og var því hætt við þær í bili. Donald Trump tísti til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í dag og hvatti hann til að ná samkomulagi. Trump væri sá eini sem gæti komið Kim á þann stað sem hann þyrfti að vera á og Kim þyrfti að drífa sig að semja. Forsetinn endaði skilaboðin til einræðisherrans á „Sjáumst brátt!“Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon! https://t.co/kO2k14lTf7 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Tístið snýr einnig að því að á dögunum birtist grein í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, þar sem farið var hörðum orðum um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Í þeirri grein segir meðal annars að Biden sé óður hundur, hann líti ekki út eins og maður og honum verði refsað fyrir að vanvirða Kim. Réttast væri að berja hann til dauða með priki. Eins og kemur fram í tístinu hér að ofan segir Trump að Biden sé nú aðeins skárri en „óður hundur“, þó hann sé þreyttur og hægur, eins og Trump kallar hann ítrekað. Síðustu misseri hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa hafnað beiðni Bandaríkjanna um viðræður í nýliðinni viku.Sjá einnig: Borubrattur Kim Jong-unForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Sjá meira