Segist ekki hafa geta rekið ráðherrana þar sem þeir höfðu ekki verið dæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 17:39 Hage Geingob, forseti Namibíu. EPA/NIC BOTHMA Hage Geingob, forseti Namibíu, segir gagnrýni yfir því að hann hafi ekki rekið tvo ráðherra sem tengjast Samherjamálinu vera ranga. Í stað þess að reka þá, tók Geingob við afsögnum þeirra á miðvikudaginn og segist hann ekki hafa getað rekið þá, þar sem þeir hafi ekki verið fundir sekir fyrir meinta mútuþægni þeirra.Samherji er miðdepill ásakana um háar mútugreiðslur vegna úthlutunar kvóta á fiskimiðum Namibíu. Fram hefur komið að mútugreiðslurnar nema rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018.. Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra, og Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra, eru sagðir hafa takið á móti mútum, auk annarra. Auk þess að segjast ekki vilja grípa til „fornaldar-réttlætis“ velti Geingob því fyrir sér, í ræðu sem hann flutti á kosningafundi í Namibíu í dag, af hverju málið hefði komið upp á þessum tímapunkti. Svo skömmu fyrir kosningar, samkvæmt frétt Namibian. Kosið verður þann 27. nóvember.Geingob þakkaði ráðherrunum þó fyrir að segja af sér. „Þeir eru komnir úr embætti og eru ekki ráðherrar lengur. Hvað er vandamálið?“ spurði Geingob í ræðu sinni. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36 Kristján Þór boðaður á fund atvinnuveganefndar vegna Samherjaskjalanna Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að málið sé af þeirri stærðargráðu að það sé afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn. 17. nóvember 2019 10:36 Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46 Sólveig Anna telur framferði Þorsteins Más lágkúrulegt Tekist var á um ýmsa fleti Samherjamálsins í Silfrinu í dag. 17. nóvember 2019 14:45 Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. 16. nóvember 2019 13:48 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Hage Geingob, forseti Namibíu, segir gagnrýni yfir því að hann hafi ekki rekið tvo ráðherra sem tengjast Samherjamálinu vera ranga. Í stað þess að reka þá, tók Geingob við afsögnum þeirra á miðvikudaginn og segist hann ekki hafa getað rekið þá, þar sem þeir hafi ekki verið fundir sekir fyrir meinta mútuþægni þeirra.Samherji er miðdepill ásakana um háar mútugreiðslur vegna úthlutunar kvóta á fiskimiðum Namibíu. Fram hefur komið að mútugreiðslurnar nema rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018.. Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra, og Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra, eru sagðir hafa takið á móti mútum, auk annarra. Auk þess að segjast ekki vilja grípa til „fornaldar-réttlætis“ velti Geingob því fyrir sér, í ræðu sem hann flutti á kosningafundi í Namibíu í dag, af hverju málið hefði komið upp á þessum tímapunkti. Svo skömmu fyrir kosningar, samkvæmt frétt Namibian. Kosið verður þann 27. nóvember.Geingob þakkaði ráðherrunum þó fyrir að segja af sér. „Þeir eru komnir úr embætti og eru ekki ráðherrar lengur. Hvað er vandamálið?“ spurði Geingob í ræðu sinni.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36 Kristján Þór boðaður á fund atvinnuveganefndar vegna Samherjaskjalanna Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að málið sé af þeirri stærðargráðu að það sé afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn. 17. nóvember 2019 10:36 Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46 Sólveig Anna telur framferði Þorsteins Más lágkúrulegt Tekist var á um ýmsa fleti Samherjamálsins í Silfrinu í dag. 17. nóvember 2019 14:45 Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. 16. nóvember 2019 13:48 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. 17. nóvember 2019 12:36
Kristján Þór boðaður á fund atvinnuveganefndar vegna Samherjaskjalanna Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að málið sé af þeirri stærðargráðu að það sé afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn. 17. nóvember 2019 10:36
Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46
Sólveig Anna telur framferði Þorsteins Más lágkúrulegt Tekist var á um ýmsa fleti Samherjamálsins í Silfrinu í dag. 17. nóvember 2019 14:45
Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. 16. nóvember 2019 13:48