„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 18:00 Áslaug talaði fyrir breyttri stefnu í fíkniefnamálum í Víglínunni í dag. Stöð 2/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu. Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira