Bernard Challandes, þjálfari Kósóvó, er sérstakur fýr og fer oft mikinn á blaðamannafundum, eins og fyrir leik Kósóvó og Englands.
Hann grínaðist m.a. með hvernig hans menn gætu stöðvað Raheem Sterling í leiknum í dag.
„Við getum aðeins stöðvað hann sem lið. Eða fótbrotið hann,“ sagði Challandes og hló.
„En það er ekki okkar stíll. Við erum of góðir. Þetta verður ekki vandamál ef við spilum saman sem lið.“
Kósóvó er í 3. sæti A-riðils og á ekki lengur möguleika á að komast beint á EM. Liðið er hins vegar öruggt með sæti í umspilinu á næsta ári. England tryggði sér sæti á EM með 7-0 sigri á Svartfjallalandi á fimmtudaginn.
Leikur Kósóvó og Englands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
„Kannski fótbrjótum við Sterling“
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn
