Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Farage var reiður í hnefaleikahringnum. Flokkur hans mælist með hluta þess fylgis sem áður var. Nordicphotos/EPA „Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56
Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15
Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13