Bólusetningar gegn mislingum orðnar skylda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Heilbrigðisráðherrann bólusettur gegn inflúensu. Nordicpotos/Getty Þýsk stjórnvöld hafa gert bólusetningar gegn mislingum að skyldu. Foreldrar sem ekki láta bólusetja börn sín verða sektaðir. Löggjöf um mislingavarnir var samþykkt á ríkisþingi Þýskalands í gær með stuðningi beggja stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata. Flokkarnir höfðu sammælst um að koma löggjöfinni í gegn síðasta vor. Frumvarpið var einnig stutt af frjálslynda miðjuflokknum Frjálsum demókrötum. Eini flokkurinn sem kaus alfarið gegn frumvarpinu var hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland en minni flokkar á vinstri vængnum voru klofnir í málinu. „Þetta er barnaverndarlöggjöf í sinni tærustu mynd,“ sagði heilbrigðisráðherrann Jens Spahn þegar hann talaði fyrir frumvarpinu í þinginu. Löggjöfin tekur gildi í mars á næsta ári og þá þurfa foreldrar í Þýskalandi að sýna fram á að börn þeirra séu bólusett fyrir mislingum áður en þau hefja leikskólavist. Ef svo er ekki fá börnin ekki vistina og foreldrar í kjölfarið sektaðir um 2.500 evrur, eða um 350 þúsund krónur. Starfsfólki grunnskóla, daggæslu, heilsugæslustöðva og fleiri stofnana verður einnig gert skylt að hafa eftirlit með bólusetningunum. Mislingatilfellum hefur fjölgað mikið í Evrópu á undanförnum árum í takti við fækkun bólusetninga. Á þessu ári hafa þegar komið upp 500 tilfelli í Þýskalandi. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Þýskaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Þýsk stjórnvöld hafa gert bólusetningar gegn mislingum að skyldu. Foreldrar sem ekki láta bólusetja börn sín verða sektaðir. Löggjöf um mislingavarnir var samþykkt á ríkisþingi Þýskalands í gær með stuðningi beggja stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata. Flokkarnir höfðu sammælst um að koma löggjöfinni í gegn síðasta vor. Frumvarpið var einnig stutt af frjálslynda miðjuflokknum Frjálsum demókrötum. Eini flokkurinn sem kaus alfarið gegn frumvarpinu var hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland en minni flokkar á vinstri vængnum voru klofnir í málinu. „Þetta er barnaverndarlöggjöf í sinni tærustu mynd,“ sagði heilbrigðisráðherrann Jens Spahn þegar hann talaði fyrir frumvarpinu í þinginu. Löggjöfin tekur gildi í mars á næsta ári og þá þurfa foreldrar í Þýskalandi að sýna fram á að börn þeirra séu bólusett fyrir mislingum áður en þau hefja leikskólavist. Ef svo er ekki fá börnin ekki vistina og foreldrar í kjölfarið sektaðir um 2.500 evrur, eða um 350 þúsund krónur. Starfsfólki grunnskóla, daggæslu, heilsugæslustöðva og fleiri stofnana verður einnig gert skylt að hafa eftirlit með bólusetningunum. Mislingatilfellum hefur fjölgað mikið í Evrópu á undanförnum árum í takti við fækkun bólusetninga. Á þessu ári hafa þegar komið upp 500 tilfelli í Þýskalandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Þýskaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira