Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 21:00 Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“ Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“
Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira