„Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:30 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, var málhefjandi sérstakrar umræðu um spillingu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08