Trúin veitir fólki styrk Elín Albertsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 09:00 Hjörtur Magni og Ebba Margrét ásamt börnum sínum, frá vinstri eru Rut Rebekka, þá Magnús Jóhann og loks Ágústa Ebba. Á myndina vantar elsta son Hjartar, Aron Þór, en hann starfar sem rafmagnsverkfræðingur í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Séra Hjörtur Magni hefur þjónað Fríkirkjunni í Reykjavík í 21 ár og verið farsæll í sínu starfi. Kirkjustarfið hefur eflst, þróast og nútímavæðst á þessum árum. Eftir að guðfræðinámi lauk var Hjörtur Magni kosinn í opinni prestskosningu sem þjóðkirkjuprestur í Útskálaprestakalli í Garði og Sandgerði, skammt frá hans heimabyggð. Þar starfaði hann í rúman áratug. Þó segir hann: „Ég hafði alltaf vantrú á ríkiskirkjunni. Það var mín hjartans sannfæring að ríkistrúfélög væru ótrúverðug.“ Þegar Hjörtur sótti um starf hjá Frírkjunni var hann valinn úr hópi fjölda umsækjenda. „Ég var alinn upp af mjög trúaðri móður. Hún hafði tengsl við hvítasunnumenn, aðventista og önnur minni trúfélög. Móðir mín, Sigríður Jónsdóttir, var formaður Kristniboðssambandsins á Suðurnesjum á sínum tíma og mikil bænakona. Langamma mín, föðurmegin, Málfríður Magnúsdóttir, var kirkjuvörður og starfsmaður Fríkirkjunnar í meira en þrjátíu ár. Hún lést árið 1950 og var sérstaklega heiðruð af söfnuðinum þegar hún kvaddi þennan heim,“ segir Hjörtur Magni en vill þó ekki meina að hann hafi verið sérstaklega hvattur til að fara þessa leið í lífinu.Kynntust á Mallorca Ebba Margrét kom inn í líf Hjartar Magna þegar hann starfaði sem prestur í Garði. Hún vissi ekki þá að sá staður væri til. Þau kynntust á Mallorca þar sem bæði voru í fríi. Ebba segist hafa verið í fríi með foreldrum sínum og systur en fríið átti að vera slökun eftir krefjandi og erfitt nám. Hún átti ekki von á að kynnast draumaprinsinum í ferðinni. Hjörtur var með þriggja ára syni sínum, Aroni Þór, í sumarfríi. Hann var þá fráskilinn. Ebba hefur fylgt manni sínum í prestsstarfinu og verið virk í Fríkirkjunni. Hún segist líka hafa fengið trúarlegt uppeldi, sérstaklega hjá frænku sinni, Rósu Guðmundsdóttur, sem fæddist 1899, sama ár og Fríkirkjan var stofnuð. Rósa var hjúkrunarkona, einhleyp og barnlaus en ól Ebbu upp að hluta til. „Hún sótti alltaf messur í Hallgrímskirkju og ég fór með henni. Þegar hún lést ánafnaði hún Hallgrímskirkju íbúðina sína. Ég hafði því nokkra innsýn í kirkjustarf þegar ég kynntist Hirti. Sem barn var ég öflug í sunnudagaskólanum í Akureyrarkirkju þar sem ég var alin upp. Ég reyni að sækja messur nokkuð reglulega í Fríkirkjunni en er misdugleg þar sem vinnuálagið er mikið í starfi mínu,“ segir Ebba sem um tíma var formaður kvenfélags kirkjunnar. Hún starfar sem fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og er formaður læknaráðs Landspítala.Til landsins helga Hjónin voru á leið til landsins helga ásamt börnum sínum þegar viðtalið var tekið en bæði eiga tengingu þangað. Hjörtur var í framhaldsnámi í Jerúsalem í biblíuog trúarbragðafræðum, sem og í hebresku, í rúm tvö ár. Hann hefur oft farið þangað sem leiðsögumaður með Íslendinga. Ebba fór sem læknanemi til Ísraels og kynntist starfinu á sjúkrahúsi í Tel Avív. Hún segir að þegar þau kynntust hafi þau verið að þræta um Ísrael. „Ég hélt að ég vissi miklu meira en hann um landið helga en það var kannski ekki alveg þannig,“ segir hún og hlær. Nú á að kynna bæði Jerúsalem, Tel Avív, Galíleu og Dauðahafið fyrir afleggjurunum áður en afmælishátíðin hefst í kirkjunni og síðan aðventustarfið. „Þetta verður menningarferð.“Öll fjölskyldan starfað í kirkjunni Aðventustarfið er öflugt í Fríkirkjunni, meðal annars fjölbreyttir tónleikar. Kirkjan hefur löngum verið vinsæl til tónleikahalds. „Þetta er annasamasti mánuður ársins í kirkjunni,“ segir Hjörtur og Ebba bætir við að síðan bætist við annir á heimilinu fyrir jólin. „Það þarf allt að vera spikk og span,“ segir hún. Börnin þeirra hafa sömuleiðis tekið þátt í kirkjustarfinu á margvíslegan hátt. Hjörtur hefur skírt þau öll og fermt. „Ég er mjög ánægður með hversu dugleg þau hafa verið að taka þátt í kirkjustarfinu,“ segir hann. „Þau hafa verið með í barna- og æskulýðsstarfinu og sem kirkjuverðir. Það er ekki sjálfgefið. Stundum gæti það jafnvel verið erfitt að vera barn prests,“ segir hann. „Það eru gerðar meiri kröfur og aðrar væntingar til þeirra.“ Ebba tekur undir þetta og segir að líklegast sé líka erfitt að vera prestur án stuðnings fjölskyldunnar. „Jarðarfarir geta tekið á og stundum er Hjörtur að skrifa minningarorð langt fram á nótt. Heimilislífið tekur mið af þessu starfi. Við getum til dæmis ekki skroppið til útlanda um jólin.“Dapurlegt bann Þegar þau eru spurð hvort trúarlegt uppeldi skipti máli, svarar Hjörtur: „Ég er löngu hættur að skilgreina fólk eftir því hvort það er trúað eða ekki. Æði margir Íslendingar eru á móti hefðbundnum trúarstofnunum en við erum vel flest andlega þenkjandi. Börnin okkar mega hafa gagnrýna hugsun eins og aðrir. Ég sjálfur er ekki trúaður samkvæmt einhverjum trúarstofnunum og þau eru það ekki heldur. Mér finnst samt dapurlegt að ekki megi kenna kristnifræði í skólum því hún er menningararfur okkar. Börn ættu að læra Biblíusögur eins og Íslendingasögur. Trúin er góð og hefur veitt fólki styrk í gegnum aldirnar. Þegar við gerðum plön um ferðina til landsins helga tók ég eftir að börnin mín vissu ekki um staði og sögur sem tengjast þessum merkilega stað. Það eru fræði sem fyrri kynslóðir lærðu í skólum,“ segir Hjörtur Magni.Víðsýni og umburðarlyndi „Fríkirkjan leggur áherslu á víðsýni, umburðar- og frjálslyndi. Við forðumst að vera með einhverja skilgreiningu á almættinu. Fríkirkjan hefur verið opin öllum, líka þeim sem óska eftir giftingu eða jarðarför og eru utan trúfélags.“ Mannréttindi hafa sömuleiðis alltaf verið virt í Fríkirkjunni en Hjörtur segist hafa tekið þá stefnu í arf frá sínum forverum. „Mér finnst það einmitt heillandi við sögu Fríkirkjunnar að strax frá upphafi var öllum gert jafnt undir höfði, til dæmis konum sem var ekki sjálfgefið í þá daga. Séra Ólafur Ólafsson sem var annar prestur Fríkirkjunnar barðist mikið fyrir jöfnum rétti kynjanna, að stúlkur fengju sama rétt og drengir til langskólanáms og að konur fengju kosningarétt. Í meira en tvo áratugi hef ég gefið samkynhneigða saman í hjónaband þó svo að löggjafinn hafi ekki samþykkt það og þjóðkirkjan barist hart á móti.“ Sérstaða Fríkirkjunnar er meðal annars sú, að sögn Hjartar, að hún er ekki hverfiskirkja. „Við erum óháð landfræðilegum mörkum. Söfnuður okkar kemur frá öllu höfuðborgarsvæðinu og utan af landi. Þess vegna er til dæmis öðruvísi fermingarundirbúningur hjá okkur en í öðrum kirkjum. En ég hef þurft að vera gagnrýninn og hef reynt að berjast gegn því ranglæti sem felst í mismunun á ríkisstyrkjum til hinna ýmissa trúfélaga.“Frábært tónlistarlíf Hjörtur segir að Fríkirkjan hafi breyst á undanförnum árum, sérstaklega ef tekið er tillit til fjölda sóknarbarna en þeim hefur fjölgað mikið. „Tónlist er gert hátt undir höfði og við erum heppin að hafa Gunnar Gunnarsson sem tónlistarstjóra. Hann er einstaklega hæfur organisti og píanisti og hefur meðal annars útsett hefðbundna trúarlega tónlist í djassstíl. Hann hefur laðað marga þekkta tónlistarmenn í kirkjuna. Þá erum við með frábæran barnakór sem hin einstaka Álfheiður Björgvinsdóttir leiðir. Tónlistin er ríkur þáttur í okkar starfi og litrík músík í messum,“ segir Hjörtur og leggur áherslu á að framtíðin sé spennandi viðfangsefni. „Mér finnst verðugt að kirkjan beiti sér í umhverfisbaráttu. Kirkjan getur gert það með jákvæðri sköpunarguðfræði. Fríkirkjan er lifandi kirkja og alls konar fólk finnur sig velkomið þar,“ segir Ebba. „Frábærir tónlistarmenn koma fram í kirkjunni og starfið hefur gengið vel. Auk þess er hún falleg bygging á frábærum stað við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Trúmál Viðtal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Séra Hjörtur Magni hefur þjónað Fríkirkjunni í Reykjavík í 21 ár og verið farsæll í sínu starfi. Kirkjustarfið hefur eflst, þróast og nútímavæðst á þessum árum. Eftir að guðfræðinámi lauk var Hjörtur Magni kosinn í opinni prestskosningu sem þjóðkirkjuprestur í Útskálaprestakalli í Garði og Sandgerði, skammt frá hans heimabyggð. Þar starfaði hann í rúman áratug. Þó segir hann: „Ég hafði alltaf vantrú á ríkiskirkjunni. Það var mín hjartans sannfæring að ríkistrúfélög væru ótrúverðug.“ Þegar Hjörtur sótti um starf hjá Frírkjunni var hann valinn úr hópi fjölda umsækjenda. „Ég var alinn upp af mjög trúaðri móður. Hún hafði tengsl við hvítasunnumenn, aðventista og önnur minni trúfélög. Móðir mín, Sigríður Jónsdóttir, var formaður Kristniboðssambandsins á Suðurnesjum á sínum tíma og mikil bænakona. Langamma mín, föðurmegin, Málfríður Magnúsdóttir, var kirkjuvörður og starfsmaður Fríkirkjunnar í meira en þrjátíu ár. Hún lést árið 1950 og var sérstaklega heiðruð af söfnuðinum þegar hún kvaddi þennan heim,“ segir Hjörtur Magni en vill þó ekki meina að hann hafi verið sérstaklega hvattur til að fara þessa leið í lífinu.Kynntust á Mallorca Ebba Margrét kom inn í líf Hjartar Magna þegar hann starfaði sem prestur í Garði. Hún vissi ekki þá að sá staður væri til. Þau kynntust á Mallorca þar sem bæði voru í fríi. Ebba segist hafa verið í fríi með foreldrum sínum og systur en fríið átti að vera slökun eftir krefjandi og erfitt nám. Hún átti ekki von á að kynnast draumaprinsinum í ferðinni. Hjörtur var með þriggja ára syni sínum, Aroni Þór, í sumarfríi. Hann var þá fráskilinn. Ebba hefur fylgt manni sínum í prestsstarfinu og verið virk í Fríkirkjunni. Hún segist líka hafa fengið trúarlegt uppeldi, sérstaklega hjá frænku sinni, Rósu Guðmundsdóttur, sem fæddist 1899, sama ár og Fríkirkjan var stofnuð. Rósa var hjúkrunarkona, einhleyp og barnlaus en ól Ebbu upp að hluta til. „Hún sótti alltaf messur í Hallgrímskirkju og ég fór með henni. Þegar hún lést ánafnaði hún Hallgrímskirkju íbúðina sína. Ég hafði því nokkra innsýn í kirkjustarf þegar ég kynntist Hirti. Sem barn var ég öflug í sunnudagaskólanum í Akureyrarkirkju þar sem ég var alin upp. Ég reyni að sækja messur nokkuð reglulega í Fríkirkjunni en er misdugleg þar sem vinnuálagið er mikið í starfi mínu,“ segir Ebba sem um tíma var formaður kvenfélags kirkjunnar. Hún starfar sem fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og er formaður læknaráðs Landspítala.Til landsins helga Hjónin voru á leið til landsins helga ásamt börnum sínum þegar viðtalið var tekið en bæði eiga tengingu þangað. Hjörtur var í framhaldsnámi í Jerúsalem í biblíuog trúarbragðafræðum, sem og í hebresku, í rúm tvö ár. Hann hefur oft farið þangað sem leiðsögumaður með Íslendinga. Ebba fór sem læknanemi til Ísraels og kynntist starfinu á sjúkrahúsi í Tel Avív. Hún segir að þegar þau kynntust hafi þau verið að þræta um Ísrael. „Ég hélt að ég vissi miklu meira en hann um landið helga en það var kannski ekki alveg þannig,“ segir hún og hlær. Nú á að kynna bæði Jerúsalem, Tel Avív, Galíleu og Dauðahafið fyrir afleggjurunum áður en afmælishátíðin hefst í kirkjunni og síðan aðventustarfið. „Þetta verður menningarferð.“Öll fjölskyldan starfað í kirkjunni Aðventustarfið er öflugt í Fríkirkjunni, meðal annars fjölbreyttir tónleikar. Kirkjan hefur löngum verið vinsæl til tónleikahalds. „Þetta er annasamasti mánuður ársins í kirkjunni,“ segir Hjörtur og Ebba bætir við að síðan bætist við annir á heimilinu fyrir jólin. „Það þarf allt að vera spikk og span,“ segir hún. Börnin þeirra hafa sömuleiðis tekið þátt í kirkjustarfinu á margvíslegan hátt. Hjörtur hefur skírt þau öll og fermt. „Ég er mjög ánægður með hversu dugleg þau hafa verið að taka þátt í kirkjustarfinu,“ segir hann. „Þau hafa verið með í barna- og æskulýðsstarfinu og sem kirkjuverðir. Það er ekki sjálfgefið. Stundum gæti það jafnvel verið erfitt að vera barn prests,“ segir hann. „Það eru gerðar meiri kröfur og aðrar væntingar til þeirra.“ Ebba tekur undir þetta og segir að líklegast sé líka erfitt að vera prestur án stuðnings fjölskyldunnar. „Jarðarfarir geta tekið á og stundum er Hjörtur að skrifa minningarorð langt fram á nótt. Heimilislífið tekur mið af þessu starfi. Við getum til dæmis ekki skroppið til útlanda um jólin.“Dapurlegt bann Þegar þau eru spurð hvort trúarlegt uppeldi skipti máli, svarar Hjörtur: „Ég er löngu hættur að skilgreina fólk eftir því hvort það er trúað eða ekki. Æði margir Íslendingar eru á móti hefðbundnum trúarstofnunum en við erum vel flest andlega þenkjandi. Börnin okkar mega hafa gagnrýna hugsun eins og aðrir. Ég sjálfur er ekki trúaður samkvæmt einhverjum trúarstofnunum og þau eru það ekki heldur. Mér finnst samt dapurlegt að ekki megi kenna kristnifræði í skólum því hún er menningararfur okkar. Börn ættu að læra Biblíusögur eins og Íslendingasögur. Trúin er góð og hefur veitt fólki styrk í gegnum aldirnar. Þegar við gerðum plön um ferðina til landsins helga tók ég eftir að börnin mín vissu ekki um staði og sögur sem tengjast þessum merkilega stað. Það eru fræði sem fyrri kynslóðir lærðu í skólum,“ segir Hjörtur Magni.Víðsýni og umburðarlyndi „Fríkirkjan leggur áherslu á víðsýni, umburðar- og frjálslyndi. Við forðumst að vera með einhverja skilgreiningu á almættinu. Fríkirkjan hefur verið opin öllum, líka þeim sem óska eftir giftingu eða jarðarför og eru utan trúfélags.“ Mannréttindi hafa sömuleiðis alltaf verið virt í Fríkirkjunni en Hjörtur segist hafa tekið þá stefnu í arf frá sínum forverum. „Mér finnst það einmitt heillandi við sögu Fríkirkjunnar að strax frá upphafi var öllum gert jafnt undir höfði, til dæmis konum sem var ekki sjálfgefið í þá daga. Séra Ólafur Ólafsson sem var annar prestur Fríkirkjunnar barðist mikið fyrir jöfnum rétti kynjanna, að stúlkur fengju sama rétt og drengir til langskólanáms og að konur fengju kosningarétt. Í meira en tvo áratugi hef ég gefið samkynhneigða saman í hjónaband þó svo að löggjafinn hafi ekki samþykkt það og þjóðkirkjan barist hart á móti.“ Sérstaða Fríkirkjunnar er meðal annars sú, að sögn Hjartar, að hún er ekki hverfiskirkja. „Við erum óháð landfræðilegum mörkum. Söfnuður okkar kemur frá öllu höfuðborgarsvæðinu og utan af landi. Þess vegna er til dæmis öðruvísi fermingarundirbúningur hjá okkur en í öðrum kirkjum. En ég hef þurft að vera gagnrýninn og hef reynt að berjast gegn því ranglæti sem felst í mismunun á ríkisstyrkjum til hinna ýmissa trúfélaga.“Frábært tónlistarlíf Hjörtur segir að Fríkirkjan hafi breyst á undanförnum árum, sérstaklega ef tekið er tillit til fjölda sóknarbarna en þeim hefur fjölgað mikið. „Tónlist er gert hátt undir höfði og við erum heppin að hafa Gunnar Gunnarsson sem tónlistarstjóra. Hann er einstaklega hæfur organisti og píanisti og hefur meðal annars útsett hefðbundna trúarlega tónlist í djassstíl. Hann hefur laðað marga þekkta tónlistarmenn í kirkjuna. Þá erum við með frábæran barnakór sem hin einstaka Álfheiður Björgvinsdóttir leiðir. Tónlistin er ríkur þáttur í okkar starfi og litrík músík í messum,“ segir Hjörtur og leggur áherslu á að framtíðin sé spennandi viðfangsefni. „Mér finnst verðugt að kirkjan beiti sér í umhverfisbaráttu. Kirkjan getur gert það með jákvæðri sköpunarguðfræði. Fríkirkjan er lifandi kirkja og alls konar fólk finnur sig velkomið þar,“ segir Ebba. „Frábærir tónlistarmenn koma fram í kirkjunni og starfið hefur gengið vel. Auk þess er hún falleg bygging á frábærum stað við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Trúmál Viðtal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira