Sportpakkinn: Sex komin á EM 2020 og fimm gætu bæst í hópinn annað kvöld Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 17:15 Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands. vísir/getty Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira