Ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja ekki halda vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 11:53 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja í yfirlýsingu eftir Kveik í gær ekki halda vatni. Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson. Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson.
Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira