„Enginn möguleiki að Wenger taki við Bayern“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2019 11:00 Wenger hefur ekki unnið við þjálfun síðan hann hætti hjá Arsenal í fyrra. vísir/getty Engar líkur eru á því að Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, taki við Þýskalandsmeisturum Bayern München. Þetta sagði Raphael Honigstein, þýskur blaðamaður og höfundur ævisögu Jürgens Klopp, í samtali við Vísi í gær. „Eftir því sem ég kemst næst er enginn möguleiki á því að Wenger taki við,“ sagði Honigstein. „Það hefur víða komið fram að Wenger og Karl-Heinz Rummenigge ræddust við í síma. Wenger trúði því kannski að honum hefði verið boðið starfið en Bayern er ekki á sama máli.“ Honigstein segir allt eins líklegt að Hansi Flick, sem stýrði Bayern til 4-0 sigurs á Borussia Dortmund á laugardaginn, fái stjórastarfið hjá þýsku meisturunum. Flick tók við Bayern eftir að Niko Kovac var látinn fara í síðustu viku. „Eftir sigurinn á Dortmund, sem var svo sannfærandi, ákvað Bayern að það væri engin ástæða til að hafa bráðabirgðastjóra. Svo Wenger er ekki í umræðunni, jafnvel þótt Bayern hafi kannað stöðuna hjá honum,“ sagði Honigstein. „Mér skilst að Wenger hafi aldrei verið líklegur kostur í stöðunni, öfugt við Ralf Rangnick, Thomas Tuchel og Erik ten Hag. Þeir tveir síðastnefndu sögðu Bayern að þeir væru ekki lausir núna. Hansi Flick á möguleika á að verða stjóri Bayern. Ef ekki, þá fær Bayern tækifæri til að vanda sig og taka sér tíma í að finna rétta manninn. Þeir vilja ekki fá stjóra fyrir 2-3 ár heldur einhvern sem getur verið þarna í 5-7 ár og gert eitthvað sérstakt. Mig grunar að þeir reyni við einhvern eins og Ten Hag eða Tuchel.“Klippa: Wenger tekur ekki við Bayern Þýski boltinn Tengdar fréttir Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17 Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43 Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03 Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00 Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Engar líkur eru á því að Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, taki við Þýskalandsmeisturum Bayern München. Þetta sagði Raphael Honigstein, þýskur blaðamaður og höfundur ævisögu Jürgens Klopp, í samtali við Vísi í gær. „Eftir því sem ég kemst næst er enginn möguleiki á því að Wenger taki við,“ sagði Honigstein. „Það hefur víða komið fram að Wenger og Karl-Heinz Rummenigge ræddust við í síma. Wenger trúði því kannski að honum hefði verið boðið starfið en Bayern er ekki á sama máli.“ Honigstein segir allt eins líklegt að Hansi Flick, sem stýrði Bayern til 4-0 sigurs á Borussia Dortmund á laugardaginn, fái stjórastarfið hjá þýsku meisturunum. Flick tók við Bayern eftir að Niko Kovac var látinn fara í síðustu viku. „Eftir sigurinn á Dortmund, sem var svo sannfærandi, ákvað Bayern að það væri engin ástæða til að hafa bráðabirgðastjóra. Svo Wenger er ekki í umræðunni, jafnvel þótt Bayern hafi kannað stöðuna hjá honum,“ sagði Honigstein. „Mér skilst að Wenger hafi aldrei verið líklegur kostur í stöðunni, öfugt við Ralf Rangnick, Thomas Tuchel og Erik ten Hag. Þeir tveir síðastnefndu sögðu Bayern að þeir væru ekki lausir núna. Hansi Flick á möguleika á að verða stjóri Bayern. Ef ekki, þá fær Bayern tækifæri til að vanda sig og taka sér tíma í að finna rétta manninn. Þeir vilja ekki fá stjóra fyrir 2-3 ár heldur einhvern sem getur verið þarna í 5-7 ár og gert eitthvað sérstakt. Mig grunar að þeir reyni við einhvern eins og Ten Hag eða Tuchel.“Klippa: Wenger tekur ekki við Bayern
Þýski boltinn Tengdar fréttir Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17 Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43 Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03 Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00 Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17
Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43
Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03
Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00
Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30