Pólverjinn Szymon Marciniak hefði líklega verið óskadómari Íslands í leik Tyrklands og Íslands í Istanbul á morgun.
Szymon Marciniak hefur nefnilega dæmt tvo síðustu leiki þjóðanna og í þeim báðum hefur íslenska liðið fagnað góðum sigri.
Szymon dæmdi síðasta leik þjóðanna í Laugardalnum í júní, sem Ísland vann 2-1, en hann dæmdi einnig leik þjóðanna í Eskisehir í október 2017 sem Ísland vann 3-0.
Ísland tapar heldur ekki þegar Szymon Marciniak er með flautuna en hann dæmdi einnig 2-1 sigurleik Íslands á móti Austurríki á EM 2016 og svo 1-1 jafnteflisleik á móti Argentínu á HM 2018.
Dómarinn á Türk Telekom Arena annað kvöld verður Englendingurinn Anthony Taylor sem er eða dæma hjá báðum þjóðum í fyrsta sinn.
Það er kannski það næstbesta í stöðunni að fá Englending með flautuna því landi Anthony Taylor, Mark Clattenburg, dæmdi leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem Ísland vann 2-0 á Laugardalsvellinum.
Í enn öðrum sigurleik Íslands á Tyrkjum á síðustu árum kom dómarinn frá Króatíu (Ivan Bebek) en var aftur á móti Ítalinn Gianluca Rocchi sem dæmdi tapleikinn í Tyrklandi í október 2015.
Ísland hefur tapað öllum þremur leikjunum sem Gianluca Rocchi hefur dæmt þar á meðal 1-0 á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í október. Þriðji leikurinn er tapleikur á móti Króatíu úti í Króatíu í nóvember 2016.
Því miður er Szymon ekki með flautuna að þessu sinni
Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn

