„Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2019 22:25 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er vægast sagt slegin eftir að hafa séð þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. „Mín fyrstu viðbrögð við þættinum eru þau að mér varð hálf óglatt við að sjá eitt af stærstu fyrirtækjum landsins bendlað við jafn viðbjóðslega spillingu og þarna virðist hafa farið fram,“ segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn í fjárfestingaleið Seðlabankans. Í fréttaskýringaþættinum Kveik kom fram að Samherji hefði hagnast mikið á hrossamakrílveiðum undan ströndum Namibíu. Í Stundinni kemur fram að Samherji hafi óhikað flutt peninga sem myndaðist innan alþjóðlegs fyrirtækjanets útgerðarinnar til Íslands í gegnum árin, meðal annars í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þórhildur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en hún segist velta því fyrir sér hvort málið eigi heima á borði nefndarinnar. „Nefndin er með opið mál um varnir okkar gegn peningaþvætti vegna þess að við erum á lista yfir ósamvinnuþýð ríki FATF og það mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er vægast sagt slegin eftir að hafa séð þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. „Mín fyrstu viðbrögð við þættinum eru þau að mér varð hálf óglatt við að sjá eitt af stærstu fyrirtækjum landsins bendlað við jafn viðbjóðslega spillingu og þarna virðist hafa farið fram,“ segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn í fjárfestingaleið Seðlabankans. Í fréttaskýringaþættinum Kveik kom fram að Samherji hefði hagnast mikið á hrossamakrílveiðum undan ströndum Namibíu. Í Stundinni kemur fram að Samherji hafi óhikað flutt peninga sem myndaðist innan alþjóðlegs fyrirtækjanets útgerðarinnar til Íslands í gegnum árin, meðal annars í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þórhildur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en hún segist velta því fyrir sér hvort málið eigi heima á borði nefndarinnar. „Nefndin er með opið mál um varnir okkar gegn peningaþvætti vegna þess að við erum á lista yfir ósamvinnuþýð ríki FATF og það mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27
Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00