Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni en segist nálgast sitt besta form.
Óskar Ófeigur Jónsson hitti á Alfreð í dag í æfingarbúðum íslenska landsliðsins en liðið dvelur í Antalya. Á fimmtudaginn leikur svo liðin gegn Tyrklandi þar í landi.
„Síðustu leikir eru búnir að vera mjög jákvæðir. Ég er að koma mér í mitt form en það tekur tíma eftir meiðsli að koma sér af stað,“ sagði Alfreð í Tyrklandi í dag.
„Ég fann það alveg að það tók þrjá til fjóra leiki að finna sitt gamla form. Síðustu þrír eða fjórir leikir er ég búinn að vera gífurlega ánægður með.“
Alfreð hefur spilað síðustu þrjá leiki hjá Augsburg og náði meðal annars að skora gegn þýsku meisturunum í Bayern Munchen.
„Ég hef verið að spila lungann úr leikjunum og það er búið að vera ganga betur hjá okkur. Við náðum í stig gegn Bayern og unnum síðasta leik svo þetta lítur vel út.“
Innslagið má sjá í glugganum hér að ofan.
Alfreð: Síðustu leikir eru búnir að vera mjög jákvæðir
Tengdar fréttir

Engin Norðurlandaþjóð hefur unnið Tyrki oftar en Ísland
Hvað er það við Íslendinga og Finna sem gerir það að verkum að Tyrkir eiga í meiri vandræðum gegn þeim en öðrum Norðurlandaþjóðum?

Þurfa ekki að yfirgefa hótelgarðinn til að fara á æfingu
Íslensku landsliðsstrákarnir hafa ekki yfir neinu að kvarta hér í Antalya þar sem liðið hefur sett upp búðir sína þar til íslenski hópurinn flýgur til Istanbul fyrir leikinn á fimmtudagskvöldi.